Gefn - 01.07.1871, Side 81

Gefn - 01.07.1871, Side 81
83 Sum örnefni þar eystra minna og á þetta að fornu ognýju: Ptolemeus nefnir Norosbis, skytiska þjóð; Norosson, part af Úralfjöllunum og Norossa, þjóð þar; Nura er fljót þar og heitir enn svo; Neuri var þjóð fyrir norðan svartahaf og var í fornöld haldin íjölkunnug; Herodotus segir að þeir verði einusinni á ári að úlfum (um þetta gengu margar sögur í fornöld), og Eustathius segir að þeir hafi farið úr landi sökum orma (sb. Niðuðr Njara drottinn) — en hvað svo sem Norr þýðir, þá mun það vera þessu skylt og þaðan einhverstaðar komið. Norr er einhver personificatio, einhver landvættur eða guð, en með engri hugmynd um norðurátt. — J>á er ept- ir seinni hluti Noregs-nafnsins. Finnar segja »Norja« og Norðmenn sjálfir »Norje«; þetta ja og je er engin afbökun úr »vegr«, og í ritum er »Nor-egr« sú eiginlega mynd, en ekki »Nor-vegr«, sem er kák eðatilraun til að fá einhverja meiníngu í nafnið. Danir segja »Norge«, sem er orðið úr »Norrige« og »Norrig«, en þetta er aptur orðið úr »Norja« og »Norje«, en á ekkert skylt við -rige (ríki); aldrei er sagt »Norvei«, eins og sjálfsagt hefði orðið úr »Norvegr«. J>að sýnist því líklegt að ja og je sé seinni hluti Noregs- nafns, og það er á finnsku jáá, á ossetisku jech = ís: Nur- jáá og Nur-jech, Nur-jag er þá = ís-land *). J>essi afleiðíng gæti verið ein um hituna ef vér ekki þektum nafnið Varjag, l) Af jech er komið „jaki“. Mare amalchium, sem Plin. nefnir eptir Hekatæusi, vill Lagarde rita amaechium og leiða af os- set. ih, hagl, eða yehan, frosinn; bæði þessi orð koma heim við jáa jech jank = jaki, jökull, sem allt má heimfærast til sanskr. yuj, lat. iungere, sanskr. yoga, lat. iugum (að tengja, festa, ok, það sem festir saman, því ísinn festir vatnið). Aðrir líkja amalchium við gael. eda kelt. meilich, (Diefenb. Orig. Eur. 338); aðrir við grisku (Miillenhoff DA. I, 424). Allt þetta held eg hafi verið austar en Miillenh. setur það, því í Fornaldars. 2, 294 er Móramar land í Garðaríki, líklega sama orð og Mori- marusa, sem er sama og Amalchium. 6*

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.