Gefn - 01.07.1871, Side 37

Gefn - 01.07.1871, Side 37
o9 garð og Ódáinsakur ímynduðu menn sér í austri: þegar J>órr fór til Utgarða, þá fór hann »austr 1 Jötunheima«, og í austur fór Eiríkur víðförli að leita Ódáinsakurs; en það sem Indar ímynduðu sér í norðri, það ímvnduðu forfeður vorir sér í austri, því Uttara-kuru, Útgarðar og Ódáinsakur eru ekkert annað en Paradís eða upprunaland mannkynsins, sem allar þjóðir snúa til í huganum og vilja komast í apt- ur; það er endurminníngin um æskuna, þetta eilífa »0 mihi praeteritos referat si Jupiter annos«. Ódáinsakur merkir raunar ódauðleikans land; en það getur raunar vel verið aptur myndað af kristnum höfundum úr »Óðinsakur«, eins og J. Grimm líka hefir getið til1); þeir urðu fegnir að geta myndað »ódáinn« úr »Oðinn« til þess að þurfa ekki að nefna hann; Óðinsakur heitir enn, sjálfsagt frá eldgamalli tíð, sókn í Svíaríki íSkara-amti; en Óðinsakur og Ódáinsakur er sama sem Glæsisvellir, eins og líka segir í Hervararsögu 1 kap.; það eru þeir vellir sem lundurinu Glasir eða Glæsir stend- ur á fyrir dyrum Valhallar; og í Valhöll sat Óðinn og þar sem Valhöll stóð. þar var Úðinsakur. Útgarða, Ódáinsakur og Glæsisvelli ímynduðu menn sér í austri, og í austri voru Jötunheimar, sem öll vitska var frá runnin; Glæsisvellir merkir ljósland, morgunland, og sömu merkíngar er Bjarma- land, sem líka var í austri, þó það renni saman við veru- legt og líkamlegt land; 1 austurveg fór J>órv ætíð að berja tröll, og allt leitar þannig uppruna síns til austurs, en aldrei til vesturs, því austanað komu Ásaþjóðirnar til Evrópu og í austri er uppruni mannkynsins og málanna. Hlutföll goða- heimsins og goðin sjálf og allt það undra-líf era eintómar speiglanir hvað af öðru: allt er jötunkunnugt og áskunnugt í senn og allt goðalífið eins og leikur á hverfulu speigil- hveli: Útgarða-Loki, sem J>órr kom til', og Goðmundur á Glæsisvöllum, sem þorsteinn bæjarmagn kom til, eru ekkert annað en afspeiglanir eða skuggamyndir Óðins sem kunnáttu- ‘) DM. 783.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.