Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 89
91
J)ó þær kynni að hafa deilst í ýmsar minni þjóðir — líklega
allar saman finnskar eða túranskar. — Á bls. 57 og annars
víðar hef eg sýnt fyrstu upprunamerkíngu nokkurra orða.
Jón forkelsson hefir komist inn í sama efni þar sem hann
hefir talað um »að lýsa yfir«, og sagt öldúngis rétt að það
merki að gera ljóst eða bjart yfir einhverju. Einmitt af
þessu hlýtur »yfir« að vera praepositio, og þetta orð lýsir
hér svo bjartlega yfir sjálfu sér að enginn getur misskilið
það nema hann sé bæði smekklaus og ruglaður. J>ess vegna
er útskýríng Jóns er ekki »fátækleg«, heldur er hún þvert á
móti öldúngis rétt og samhljóða vísindalegri skoðan, sem er
vakin og efld af Jakobi Grimm, Bopp, Pott, Kuhn, Curtius,
Max Míiller og mörgum fleirum, nefnilega að sér hvert orð
hafi upprunalega líkamlega merkíngu, eins og eg hef tekið
fram á bls. 22. En það kalla eg heldur »fátæklegt« að
þekkja engu framfarir vísindanna, heldur koma med skoð-
anir sem fyrir laungu er búið að hrinda, eins og þá að
menn »hugsi« með sjáífum sér hvaða merkíngar mönnum
eigi að þóknast að leggja í orðin, eins og menn búi sjálfir
málin til vísvitandi.
þar sem eg á bls. 74—76 hef talað um samgaungu-
leysi á milli Gota og Norðurlanda þjóða, þá meina eg ekki þar
með, að málin ekki sé skyld; en samgaungur manna á milli
eru ekkert skilyrði fyrir skyldleika málanna, heldur það að
þau sé runnin út frá sömu rót — þau þurfa aldrei að koma
saman eptir það og geta verið allt eins skyld engu að síður.