Gefn - 01.07.1871, Side 56

Gefn - 01.07.1871, Side 56
58 eld, o: eitthvað skært, glóandi, og er enn algengt í »gim- steinn«, á ensku gem, á lat. gemma), og Himalaja getur því í rauninni verið sömu þýðíngar sem Jumala. Gimli merkir því ljóssheim; forfeðrum vorum dattekki í hugað þetta væri sömu orðin1) og eru ótal dæmi upp á að orð og hugmyndir farist þannig á mis. Eg held nú þess vegna ekki lengur að Gimli eigi að leiðast beinlínis af norrænum rótum, gim og hlé, eins og S. Búgge vildi og eg tók upp eptir honum5). Nafnið Jumala er náttúrlega karlkennt, því það tilheyrir enumæðsta guði, föður guða og manna, og það vissu forfeður vorir, með því þeir sögðu Jómali3). — pað er annars óvíst hvort Jómalinn (jómala-líkneskið) hafi verið í mannsmynd; líklega hefir það ekki verið annað en uppmjó strýta, eins og Baals- myndir voru víða, og þannig voru og þær myndir er Siva var dýrkaður með hjá Indum; en Siva var líka frjósemis goð; pell og dýrir steinarvoru utan á Jómalanum; en önnur eius mynd var líka í Surnnat eða Somanath, sem Mahómet Gasnavides eyðilagði hérumbil 1008 e. Kr.: það var stein- strýta óásjáleg 4), en svo »heilög« að Bramínarnir buðuhouum tíu millíónir pund Sterling til að láta hana í friði; en Ma- hómet kvaðst ekki vera kominn til að kaupslaga um skurð- *) Hljóðfallið er: júmala, og það heyrist þvífram borið nærri því eins og júmla, eins og líka má ráða af myndinni jummal og Jómali. J) Sæmundar-Edda Búgges 1867 p. 11. Ragnarökkur p. 115. 3) Gimill sem Grimm og fleiri hafa sett upp, er smekklaust og heíir aldrei verið til; það er þar að auki ósatt sem Grimm seg- ir (DM p. 783) að orðið komi aldrei fyrir nema í dat, því Snorri segir skýlaust: „sá salr . . . er Gimle heitir“, Gylfag. cap. 17. *) Svo var líka sólarsteinninn í Emesa, sem hét Elagabal (Bassi- auus var prestur eða hofgoði þar og gefinn Baal eins og menn voru gefnir eða helgaðir Óðni eða þór — þeir menn voru ekki nærri alténd drepnir — og þessi Bassianus tók nafn af goðinu og nefndist líka Elagabal eða á rómversku Heliogabalus).

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.