Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 93
95
mann; eg hef ritað í fullu frelsi og eg get ekki annað en
vísað til ritgjörðarinnar sjálfrar um Jiað. Eg vil gjarnan
kannast við, að eg hafi ritað ákaflega og gífurlega, en það
þurfti enginn að búast við öðrum eins ritgjörðum frá mér
og þeim sem fyrrum stóðu í Landstíðindunum og Islendíngi,
sællar minníngar. Hverr fugl sýngur með sínu nefi og hverr
ritar eins og honum er lagið. Eg hef ritað um alþíngin
eins og þau hafa verið að undanförnu, en ekki um alþíngin
sem koma hér eptir; það getur gjarnan verið að eg hafi
ritað of hart, en þess iðrast eg ekki svo mjög; eg skoðanú
sem stendur (því eg veit náttúrlega ekki nú hvað gerist á
þessu þingi sem nú stendur yfir á meðan þetta er prentað)
hin fornu þíng svo sem horfin og eg lít fram á betri tíma;
eg skoða hin nýju lög stjórnarinnar svo sem aldamót og eg
hef alltaf ímyndað mér að hér eptir yrði þíngin hetri og
heillavænlegri, þegar sá eiginlegi rekspölur er kominn á. Eg
hef aldrei getað haft mikla tilfinníngu fyrir þessari peníngapó-
litík, því eg hef alltaf, eins og eg víst allskilmerkilega hef
tekið fram í ritgjörðinni, ímvndað mér að sá farsælasti auð-
ur væri sá sem fæst í landinu sjálfu, en allt sem utan irá
kemur væri valt og óstöðugt. Lýsir þetta hatri til fóstur-
jarðarinnar? Eg má heldur ekki gleyma að minna á það,
að öll íslendsk málefni eru nú í miklu bjartara ljósi en þau
hafa verið áður, og þess vegna heyra menn nú líka miklu
meira tekið til og optar minnst á hversu mikið ógiynni fjár
Island getur rakað saman að tiltölu, sem einúngis gengur
til óþarfa sem menn kalla, og sem er sannarlegur óþarfi —
lýsir það hatri til fósturjarðarinnar að minnast á það eða
harma yfir því hversu skakkar skoðanir og hversu mikið
vanmegni er til sumstaðar í heimiuum ? Eg hef haldið með
stjórn vorri eins og hún er, en ekki eins og hún var, og
eg hef ekkert talað um hvernig hún muni verða. En það
lítur svo út sem menn geri sér í hugarlund að það sé ómö-
gulegt að unna fósturjörðu sinni nema menn hatist við stjórn-
ina, hvernig sem hún er. TTm þess konar skoðanir kæri