Gefn - 01.07.1871, Side 14

Gefn - 01.07.1871, Side 14
16 breis (á gamalli þýsku að hnýta, skylt bris ytir sári) og að það mundi hafa heitið á gotnesku »Breisigge mani«; en það er engin vissa fyrir að það hafi þekst í gotnesku máli. Simrock1) og eptir honum Wackernagel'-) héldu að það ætti að leiðast af borgarnafninu Breisach, og merkti fólgið fe í jörðu, eins og gull kallast málmur Kínar og Niflúnga- skattur; en eins og þetta er ólíklegt, eins er það og undar- legt að Edda ekki skyldi nefna Brísínga ef þeir væri dverg- ar, þar sem svo mikill sægur er nefndur af þeim. [>að er miklu náttúrlegra að leiða orðið af brísíngr, eldur, einsog Lex. poet. gerir, og heimfæra það til sanskrít-myndanna braj og bras, að ljóma eða glóa; »brísínga« verður líklega geni- tivus pluralis samt, eins og eldar og logar eru opt nefndir í fleirtölu — það verður þá = hið glóandi, ljómandi men; nema menn vilji heimfæra það til eyjarnafnsins Brísíng og þá sé það fyrir Brísíngar-men = hafið, því Freyja var dótt- ir Njarðar og sæborin og hét líka Mardöll. Sumir hafa líka þýtt það sem regnboga, og víst er að það er einhver him- nesk prýði; sú upprunalega þýðíng þess er einhver náttúru- sjón, eins og Finnur áleit, því náttúran gengur á undan öllu öðru. Bls. 9. 10. sólarguðinn o: Apollon. sem líka var skáld- guð, og Óður er skáldguð eptir nafninu. Bls. 10.20. »vagnkunnur sjóli« o: Óður, sem hugsast ak- andi í reið eða á vagni um himininn; þannig ímynduðu fornmenn sér ekki einúngis J>ór og Freyju, heldur og Óðinn; en Óður er í rauninni sama sem Óðinn, ‘) Mythol. 3. útg. 376-378. 2) Haupt. Zeitschr. VI. 157. — S. ogW. haf'alíklega fengið þessa hugmynd af myndinni „Breisigge mani“ sem J. Grimm býr til (1. c. 840) og af því að Wilh. Grimm lætur Hama vera = Heimi (Deutsch. Heldensage pag 17) þó S. komi með ýmsa aðra lxluti sem honum þykja sanna þetta.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.