Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 13
15
Athugasemdir.
J>etta kvæði orti eg annað hvort 1864 eða 1865 og
vildi koma því í Félagsritin, en »nefndin« gat náttúrlega ekki
tekið þaö. Mig minnir að Eiríkur Magnússon fengi afskript
hjá mér af kvæðinu — eg mati nú ekki hvað eg kallaði
[tað þá og það kann að vera að eg hafi breytt hér stöku
orðum. En mér þykir gamau að láta það koma hér nú,
vegna ritgjörðarinnar um »forn fræði« hér á eptir, sem er
öldúngis óháð kvæðinu, eins og kvæðið henni. J>egar eg
gerði kvæðið, þá hugsaði jeg eiginlega ekkert um þetta sam-
band á milli norðurs og suðurs, sem í fornöld var svo mik-
ið talað um á suðurlöndum; og á meðan eg samdi rit-
gjörðina (núna í vor), þá mundi jeg ekkert eptir kvæðinu.
J>að er upprunalega bygt á þeirri sögu í Gylfaginníngu, að
Óður. maður Freyju, hvarf, og Freyja fór víða um lönd að
leitahans: af því leiddist hugsaniu til þess, að Norðurlanda-
menn leituðu ávallt öðru hvoru suður á bóginn þángað sem
var heitara og bjartara, og meiri menntan og auður — en
skáldlegir menn þurfa ekki frekari skvringar við í þá átt,
og jeg vil heldur ekki spilla kvæðinu með því að lima það
í sundur eins og Cadaver á læknisborði.
Brísíngamen er men Freyju og dvergasmíð, og af því
heitir Freyja líka »Menglöð«. í Fornaldarsögum (1,392-394),
þar sem sagt er frá því hvernig menið var smíðað og hvern-
ig Freyja eignaðist það, er nafn þess ekki nefnt; en í
Gylfaginníngu (c. 35) stendur að »Freyja átti Brísíngamen«
(prentað í AM-útg. með litlum staf og eins í Skáldskm. 20);
það er líka nefnt í þrymskviöu (sem fremur ætti að heita
Hamarsheimt) v. 13 og 19, þegar J>órr var klæddur sem
Freyja til aðnáhamrinum. í Bjófúlfs-kvæði er nefnt »Bro-
singa-mene«. Jak. Grimmx) hélt að nafnið kæmi ýmist af
dvergum þeim er smíðuðu menið og þeir hefði heitið Brís-
íngar, eða þá að það ætti að heimfærast til brisen og
l) Mythol. 3 útg. 283. 840.