Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 59
61
Nú er sagt að Abaris hafi verið hofgoði ens hyperboreiska
Apollons og lærður í fornum fræðum; hann fór suður eptir
til þess að safna gulli og gripum handa Apollonshofi norð-
urheims, og í þeirri för kom hann til Pythagorasar. Abaris
hafði skeyti það er hann hafði tekið úr Apollonshofi, og
fór á því um lopt og lög. yfir íjöll og firnindi og því kallast
hann al&poftá-ntjs, loptfari, Mundilföii. En þegar Pythagoras
sá skeytið, þá kendi hanu að Abaris var guð eða sjálfur
Apollon norðurheims, og sýndi honum til jarteikna gulllæri
sitt: rov /irjpbv -bv saurotj yjióoeov; en Aharis hélt aptur á
móti Pythagoras vera sjáltan Apollon Grikkja. |>að verður
varla Ijósar frá sagt en hér er gert: Abaiis, hofgoði Apol-
lons norðurheims, er þessi Apollon sjálfur, og þessi Apol-
lon er sá sami sem Bjarmar kölluðu Jómala, en Norðmenn
þ>ór; »skeytið« er sólargeislinn og eldíngin, veldissproti og
máttur ljóssguðsins ogþrumuguðsins, og eg gét vel ímyndað
mér að Abaris, Zamolxis, Zalmoxis og Gebeleizis1) sé allt
saman sama nafnið og afbakað úr yamala, Jamala, Jómali,
því m og h, r og 1 skiptast á eins og allir vita, og vér
getum komið með mörg nöfn, hverra historiska gángi vér
getum fylgt og sem þess vegna er ómögulegt að villast á,
sem hafa orðið allt eins atbökuð í manna raunni. (Eg sleppi
sögunum um meyjarnar með fórnir norðanað til Delos, um
Olenus og Aristeus og vmsu öðru, sem ekkert verður ráð-
ið af).
Öllum er kunnugt hversu gullauðugir jötnarnir voru og
þá ekki síður það að jötnarnir áttu helst að vera í austri
og sá þar sál, eða svip Hesiodus’ bundinn við eirsúlu og titr-
andi, en svip Hómers hángandi á tre og orma í kring („veit
ek at ek tiékk vindga meiði á“). Diog. Laert. VIII. 21.
') Um þessi nöfn sb. J. Grimm: Jorn. u. die Geten25—26. Gesch.
d. D. Spr. 121.188. 196; þareru allt aðrar derivationir (Zalmos
= feldur á þrakisku, og fl.). Cox gerir Z. að „berserk“ sam-
kvæmt afleiðíngunni af „feldi“.