Gefn - 01.07.1871, Side 12

Gefn - 01.07.1871, Side 12
14 og veginn gylla geisla bárur breinar. Brísingamen í björtu skini hlær og bylgjar eins og léttar skógar greinar eða sem gullinn Glasi hreiíi blær. * 5 þá rís í austri röðulfagurt ský og rósar ilmur sætur færist nær. loptgolan vermdist og hún varð svo hlý. til norðurs hafði ei svo inndæll eymur um aldir borist. tíðin gerðist ný. 10 en það var Óður. gullinhvela hreimur snögglega fyllir háan himiuboga hljóðvakinn kvað við norðurljósa geimur og skærri blossum bjartar sólir loga þá bæði fundust hátt í stjörnu sal. 15 goðborin jódýr gullinvagna toga. |>á rétti Óður rósa fegurst val að ríkri dís og festi henni á barm þar það um aldir alda skína skal. Brísíngamenið brast við eyddan harm 20 og brotin flugu lángt að Síngasteini þar stríða tveir með styrkum heljararm í selalíkjum myrku á marar beini og báðir vilja brotnar sólir fá. ágirnd og hatur mörgum varð að meini. 25 En munardís að Óði snerist þá og gullinfagur grátur hraut af auga glampandi rósar bikar niður á: það er sú bára sem það blóm mun lauga á meðan ást í tárum endurskín 30 og fyrnist ei við framliðinna hauga. Svo hurfu bæði aptur heim til sín.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.