Gefn - 01.07.1871, Side 79

Gefn - 01.07.1871, Side 79
81 »Noregr«, því annars héti þeir »Noregsmenn«; en »Nors- menn« ef þeir væri nefndir af Nor; »norskr« er .ýngra orð, sem beinlínis er myndað af »Nor«, að eg held (en ekki fyrir »norðskr« =-- »nyrðskr«, sem víst ekki er til), og þetta orð gerir hvorki til né frá. f>að rit, sem kallað er »Pundinn Noregr«, segir frá elsta landnámi Noregs af Pinnaþjóðum, og ætt Nors er finnsk, þó nöfnin sé með »norrænum« blæ. Jakob Grimm fann raunar að |>órr væri samandregið ór Donar, af því hann vildi leiða sem flest af gotnesku og þýsku; en enginn getur sannað að J>órr ekki fullt eins vel megi leiðast af finnskum málum. Kirgísar kalla herra »tura«, Tur-cae (Tyrkir) merkir herra: Wogular og Ostjakar kalla æðsta guð sinn Torom og Torym (og segja hann sé í sól og túngli; hátíð hans heitir Jelbola1 *); Tschuwaschar nefna æðsta guð sinn Tur, Tora, Finnaþórr heitir Ukko-Taran, og eins og ekkert þarf að vera ólíklegt að jól og jólnar felist í Jelbola, eins geta þessi goðanöfn veriö [>órs nöfn, hversu mjög sem goðafræði Eddu annars mismunar frá Finnatrú. Toram er stormui á vogulisku, en tormi á finnsku, stormur á íslendsku og norrænum málum og má heimfærast til sanskr. tr og str4). þórr er stormguð allt eins og þrumuguð: þegar Ólafur Trygg- vason sókti Rauð hiun ramma heim, þá vakti þórr ógurlegan storm og »þeytti skeggraustina« (Pms. I, 303); en af því J>órr er þrumuguð og regnguð, þá er hann líka frjósemisguð og í Egilssögu (c. 58) er hann kallaður »landáss« o: sá guð sem lætur landið frjóvgast og farsælast, og þannig er hann »árguð« eins og Freyr. J>orri kemur saman við J>ór og getur bæði verið lengt eða uppnefnt J>órs nafn, og líka komið af þessum finnsku orðum sem fyrr voru nefnd3). Ætt 1) Muller, der ugr. Yolksst. I, 172. 238. ') Eistir kalla sinn þrumuguð Turris og Thara, sem líklega er komið af „þórr“, og er því ekki að marka. 3) porri = þorra-mánuður er líklega allt annað; það er afþverra- þorrinn, því þá þverr veturinn; enfornmenn slengdu þessu saman. 6

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.