Gefn - 01.07.1871, Side 33
35
að tala um þá eiginlegu Hyperborea eða Norðurheimsmenn,
skal eg geta um aðrar hugmyndir, sem eru þeim skyldar.
Megasthenes, sem fór 295 árum fyrir Krist til Indía-
lands að boði Seleucus Nicators, ritaði bók um þessi lönd
og sagði þar í frá mörgum undrum. Bókin er nú týnd og
ekkert eptir nema fáein brot. Hann hefir hermt þar eptir
sumar rammskakkar meiníngar haldist yið. Archimedes (c.
220 f. Kr.) kendi að yfirborð hafsins væri allstaðar eins og
hnattbúnguflötur sammiðja jörðu: öðruvísi verður Strabo 54 C
ekki skilinn, þó hann segi navrus bypou xa&sffrrjxÓTog xai
pévovTog\ því hann segir að menn hafi af fávitsku eða vegna
misskilníngs (dpa&tar) ráðið Demetríusi frá að grafa sundur
Pelops-eið, því Korintusfjörðurinn væri hærri er vikin viðKen-
kra (d: Saroniski tj.) og mundi verða stórflóð af greptinum.
Gagnstætt Archimedes haíði Aristoteles kennt um líkt efni:
að rauða hafið væri hærra en Miðjarðarhafið (eiginlega segir
hann að Sesostris liafi fundið hafið „hærra en landið“, en það
gefur sömu meiníngu, Meteorol. 1. 1. c. 14); en þvert ofan í
kenníngu Archimedes og Laplaces (þó liann raunar einúngis
nefndi útsæinn, en ekki hálflukt höf) gilti það lengi sem trúar-
setníng að rauða hafið væri hærra en Miðjarðarhafið: ekki ein-
úngis á dögum Nap. lsta, heldur og segir jafnvel Al. Húm-
boldt það enn 1845 (Kosmos 1, 324), og því hefir ekki verið
hrundið fyrr en 1870, þegar Lesseps gróf skurðinn við Sues,
þó það sýnist að mega skiljast af tómri heilbrigðri skynsemi,
að þar sem sjór samtengist inn-hafi með sundi, eins og t. a.
m. rauða hafið við Indíahaf með Bab-el-Mandeb, þar miðlar
sundið ogveldur hafjafnanum; aptur eru stöðuvötn undanþegin
þessari reglu, því þau eru löndum lukt öllumegin og ýmist
hærri eða lægri en sjórinn, eptir því hvort þau eru á háfjöllum
eða láglendum. — Húmboldt segist líka hafa talað við einn
æruverðan biskup, sem trúði eins og Hómer að himininn væri
kristallshvelfíng og „eirsterkt himinhvolf“ (Kosmos 3, 165).
Jaínvel enn sýnist svo sem hugmyndin um að jörðin sé hærri
í norðrinu (sem eg gat um áður) sé lifandi, því menn segja
„upp til Islands11, „uppi við norðurheimsskautið11, „niður til Ilan-
markar“ o. s. frv.; möndulhallinn vakir ósjálfrátt fyrir manni
og likamsstaða mannanna, sem frá miðpúnkti hnattarins er beint
í lopt upp, knýr mann til að komast svo að orði.
3*