Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 26

Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 26
28 steinöldin gángi í gegnum alla eiröldina og lángt ofan í járnöld. ]>að gefur öllum að skilja, að elstu fornleifar og forngripir geta ekki sagt frá neinum sögulegum atburðum, ekki lýst neinum andlegum eiginlegleikum nema svo að þjóðir — sem enginn veit hvað hétu — hafi haft skynsemi og kunnáttu til að búa þetta til. Fyrir utan það að fornleifafræðin þann- ig er þögul eða mállaus, þá verður hún ekki einusinni stunduð með myndum, heldur verða menn að hafa sjálfa gripina til að skoða; hún er þess vegna miklu óaðgengilegri en forntúngufræðin. J>etta er ekki svo að skilja að vér ger- um lítið úr henni; en allir sjáþó að það er munur á hvort vér horfum á einhvern haug eða dys, sem vér vitum ekkert persónulegt um, eða hvort vér lesum sögu um haugbúann: það er með öðrum orðum: það sem gefur allri sögu sitt líf og sem er málsins líf, það er það persónulega, og það má nærri geta að þegar málið vantar, þá vantar líka það per- sónulega. ]>ess vegna er öll fornleifafræði, hversu merkileg sem hún annars er og þó hún í rauninni sé jafnt undirstaða sem hjálp sögunnar, út af fyrir sig takmarkalaus og litar- iaus, með því vér sjáum hlutina, en vitum ekkert um þá menn eða þær þjóðir sem handléku þá, vér vitum ekkert meir en það sem eg áðan setti í þær fáu línur sem eg ritaði um þrjár aldir mannkynsins, nema þar sem sögur eða kvæði ná til. Menn vita í rauninni ekkert með vissu um mörgverk- færi, til hvers þau hafi verið notuð eða hvað þau sé, því enginn er til að segja frá því og mjög óvíst hvort menn geti rétt uppá; sama er raunar að segja um mörg orð, að vér vitum ekkert hvað þau þýða né hvaða mál þau sé — það er allt öðruvísi með náttúruhlutina, því náttúrukraptarn- ir hvíla aldrei, og það má gánga að því vísu, að þeir muni einhverntíma sýna til hvers hvað eina er, þar sem dauðinn hefir sett innsigli sitt á það sem dauðans er og sveipað það djúpri þögn, sem afli og ástundan vísindanna opt ekki tekst að rjúfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.