Gefn - 01.07.1871, Side 77
79
Eptir þennan útúrdúr skal jeg nú halda norðureptir
aptur. það getur enginn eii verið á að Finnar haíi bygt
Noreg og Svíaríki á undan Norðmönnum, eða að minnsta
kosti komið þángað, og eg held að þeir hafi gefið Noregi
nafn, en það sé ekki af »norrænni« rót. (Nerigon kemur
fyrir hjá Pliníusi, og eg þekki ekkert nafn sem fyrr minnir
á Noreg, en það getur líka minnt á Neríki; þetta gerir ann-
ars lítið eða ekkert til hér, því það verður ekkert bygt á
því. Mullenhoff [D. A. I. 387 etc.] vill heldur lesa »Ber-
rice« : það kemur öldúngis niður í sama stað, því landafræði
Pliníusar og Forngrikkja yfir höfuð er svo rugluð í norðrinu
að það er ómögulegt að finna neitt óyggjandi í því efni.
Vér gerum ágitskanir af orðum og nafnalíkíngum; og því
getur »Nerigon« ekki verið eins sennilegur lestrarmáti eins
og »Berrice« ? Eg sé ekkert á móti því.) — Fyrst held eg
Noregs nafn finnist hér á Norðurlöndum á rúnasteininum yfir
Gormi gamla á Jalángursheiði: þar heitir það NURVIAK *).
í Eddukviðunum er það aldrei nefnt. Hvort heldur sem
nafnið Nor eða Norr er maunsnafn eða hugmyndarnafn, þá
er það ekki norrænt, og ekkert sannar að það sé endilega
skylt »norðri«; eg vil heldur álíta það finnskt eða austrænt
og gefið af enum eldgömlu Finnum sem fóru austan að og
suður eptir Noregi einmitt eins og »Fundinn Noregr« segir;
það er engin ástæða til að efast um söguna. Almennast
er álitið að Noregr sé = Norvegr (o: Nors vegr), eða þá
þekti ekki fyrr en eptir að eg hafði ritað þetta. þar stendur
(p. 23): ... „hat Jordanis seiner Nation eigentlich keine
Ehre gemacht. Von Hause aus talentlos fflr eine derartige
Arbeit, ohne allen inneren Beruf dazu, ohne Urtheil und jeden
kritischen Sinn . . . Selten hat ein Schriftsteller unselbstán-
diger gearbeitet . . . Die meisten Quellen, welche er nennt,
hat er selbst nicht gelesen“ . . .
') Eða Nurviag. Thorsen heldur að Sveinn Tjúguskegg hafi látið
reisa og rista steininn, D. Runem. I. 133. sb. 30—32.