Gefn - 01.07.1871, Side 45

Gefn - 01.07.1871, Side 45
47 að guðinn komi til eyjarinnar nítjánda hvert ár. þegar himintúnglin nái aptur samastað, og vegna þessa kalli Grikkir nítján ára tíma »Metons-ár« J); en eptir þessa birtíngarstund leiki guðinn á hörpu og dansi í sífellu um nætur allt í frá jafndægri á vori og þángað til sjöstjarna rennur upps) og skemti sér sigri hrósandi; sömuleiðis að fyrir borginni ráði þeir er nefnist Boreas-niðjar, og sé komnir af Boreasi og gángi ríki þeirra í ættir. Að þessi sögn Hekatæus’ sé veruleg »sólarsaga«, mun hverr geta séð: hann er einmitt að lýsa hásumartímanum 1 norðurheiminum, þegar sólin er alltaf á lopti. parna höfum vér og trúna um »sólardansinn«, sem er til enn í dag, þó breytíng sé komin á hana. Strabon var líka uppi á dögum Augustusar og heíir ritað ena mestu landabók og þjóðalýsíngu sem til er frá fornöldinni; hann nefnir Hyperboreana víða, en ekki svo að vér þurfum að geta þess. Pausanias ritaði á annari öld eptir Krist. Hann nefnir Hyperboreana opt, en það er ekki annað en það sem vér höfum hér tilfært frá hinum, eða þó minna í rauninni; það helsta er að vér sjáum af honum hvernig sögnrnar gengu þjóð frá þjóð og hvern veg þær fóru, því hann segir* 2 3) að Apollonsmusteri sé í Prasiae, borg í Attíku, og þángað hafi komið gjafir eða fórnir frá Hyperboreunum: J>eir hafi fengið ‘) Meton, læknir og stjömumeistari í Aþenuborg, fann ásamt Euktemoni túnglöld eða nítján ára öld (kvvsaxatSexaszrjfAi), sem er það að túngllcveikíng verður á sömu stund og degi nít- jánda hvert ár, og kallar Diodorus það ánoxa-áaTamv twv áoTpwv og talar nákvæmar nm það L. XII. c. 36. þetta fann Meton 432 árum f'. Kr. — Sb. Salmasii Exerc. in Solin. (Paris 1629) Vol. I p. 718—759 og Ideler, Handb. d. Chronol. I, 297 «tc. 2) pá byrjaði sumarið hjá Grikkjum, en endaði þegar stjarna gekk undir. 3) Lib. I. c. 31.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.