Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 80
82
þessa Finnaþórs er í »Fundinn Noregr« alnorræn að nafn-
inu til og honum má ekki blanda saman við Ásaþór; hér
eru »höfuðskepnurnar« nefndar skýlaust á norrænu: Ægir
Logi Kári (sjór eldur vindur), synir Fornjóts, hins gamla
jötuns sem er eldii öllum veröldum og alls upphaf. Sonur
Kára var Frosti, faðir Snærs, föður þorra. Börn porra voru
Norr Gon- og Gói, og það er eins auðséð að þetta eru sum-
part náttúruhlutir og sumpart tómar orðmyndir eins og það
er víst að það eru að minnsta kosti ekki »norræn« orð.
Gói gæti verið = túnglið1), á eistn. kú, á finnsku kuu:
túnglið hverfur af himninum og Norr og Gorr fara að leita
þess; mér er næst að halda að Gorr sé ekkert annað en
karlkyn til Gói. Hvað er þá Norr? Ekki neitt annað en til-
búin mynd úr enu gamla Noregs nafni; öidúngis eins og
Dan úr Danmörk, Trór úr Tróju, og ótal fleiri, og þá verður
»Norr« ekki skoðað nema sem fyrri parturinn af »Noregr«.
Málfræðíngarnir hvarfla hér ámilli hins túranska og hins
ariska málflokks. Rask vildi leiða Norr af finnsku nuori,
piltur (eiginl. = nýr, á eistn. nor — en getur það ekki
verið komið frá norrænu?). Weinhold3) tekur sanskr. rót
nir: nira = vatn, neð afleiðíngunni da o: takandi, rúmandi;
þar af niradhi = Njörðr o: sjórinn [og = Nereus]. Eptir
þessu ætti norðr að vera = meginhaf (o: íshafið) 8); norn
þá = vatnadís, eins og Njórunn. [>ar á móti segir Schafarik
að Njörðr og Njórunn sé dregið af slav. nur, jörð, land.
') En ekki = fro Gaue D. M. 232. Á Veda-máli (ind.) er gó
bæði sól og túngl, eldíng, geisli, himinn; jörð, ský, fórn, móðir
&c. það erþví líklegt að Gói sé að minnsta kosti annað hvort
sól eða túngl, því allar þjóðir eiga sögur um það að þeirravar
leitað eða þau voru elt. gó er á sanskr. = kýr (kú), sem líka
kemur hér heim (= Io = túngl).
a) Haupt zschs VII 460.
3) Norður er á lappisku nuot (komið frá Norðmönnum?), en á
finnsku poihja, poihajnen; þar af Pohjola = norðurland.