Gefn - 01.07.1871, Side 87

Gefn - 01.07.1871, Side 87
89 Scatenauge o. s. fr. hjá ýmsurn fomum liöfundum1). (Eg sleppi hér myndunum Cobandi Cogeni Teutones). Eg get enga viðunanlega hugmvnd gert mér um nafn- ið Svíar Svíaríki Svíþjóð, því að leiða það af sveit, eða Sviðurr o. s. fr., hlýtur að vera ráugt2). Heldur gæti eg ímyndað mér s hér sett fyrir framan, eins og eg opt hef sýnt á undan, og væri Svíar þá = Yíar, Year. Svíaríki eiginlega = Svea-ríki, Vea-ríki, og Svíþjóð = Ve-þjóð; þá væri nafnið ekki finnskt, heldur gefið af ariskri þjóð, og vér værum þá kom- nir lengra ofan í tímann en vér ætluðum í þessari ritgjörð. En þetta truflast af ýmsum hlutum. »Sigtúnir« er eldgamalt nafn; skyldi það vera skylt »Sitones« (sem Tacitus nefnir)? Að Sigtúnir raunar sé ekki »norrænt« orð, her það sjálft með sér; vér getum að minnsta kosti ekki leitt það af »tún« 3). Að ímynda sér »Sigtúnir« og Sitones = sa-don (o: hinu- megin vatnsins, o: Eystrasalts, miðað austanað), er raunar ekki djarfara en annað4); og þá geturSvíþjóð og hin önnur nöfn hafa myndast úr því. J>að er torvelt að segja, hvort Suiones og Sitones sé skyld orð, eða hvort líkt hlutfall sé á milli Suiones og Sitones eins og á milli Siculi og Sicani. — í Svíaríki úir af finnskum nöfnum, suður eptir öllu; eg hef áður getið um að Smálönd geti verið finnskt. Að hinn núverandi Svíastofn hafi verið kominn þáugað á dögum Ta- citus’, má sjá af því að hann nefnir Suiones, sem hann lýsir sem allmenntaðri þjóð; en Pliníus nefnir þá ekki. Vér höfum samt engar sögur af Svíþjóð fyrr en í Gautrekssögu og um Gefjun. Gauti konúngur er líklega tilbúinn »land- áss« eins og Danr og Norr: hann kom til Finnanna, hinnar ') P. A. Munch í AnO 1848 p. 265—266. 2) Sumir halda að Suiones hjá Tac. sé — Suevi. 3) það gerir þó N. M. Pet. (DH I, 112), en eg veit ekki til að tún hafi nokkurn tíma haft annað kyn en það hefir enn. 4) Ekki djarfara en að álita Sigtúnir = Singidunum, eins og sumir gera.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.