Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 54
56
er. í>að er einmitt óguðlegt að álíta að allir heiðíngjar sé
fyrirdæmdir, eða þoli eilífar kvalir án nokkurrar annarar
verðskuldunar en þeirrar að þeir ekki sé »endurleystir«, eins
og það er ekkert vit í þeirri kenníngu, að heimurinn hafi
verið undirorpinn bölvun og óblessan í mörgþúsund ár, þátig-
að. til Kristur kom og »fyllíng tímans«. — Eins og þessu
er varið með Úrarhornið, eins stendur og á með »menið«
sem átti að hafa verið á Jómala1): það merkir í rauninni
ekki annað en ljós, sólarljóma, og það endurnvjaðist hvað
eptir annað eins og morgunsólin: Herrauður og Bósi náðu
því fyrst, og síðan þeirKarli ogfiórir hundur; öldúngis eins
og Heimdallur og Loki börðust um Brísíngamen við Sínga-
stein, þar sem öldurnar kveða eilífan undursaung um sólar-
lag og um sólaruppkomu, á hverju einasta kvöldi, áhverjum
einasta morgni meðan heimurinn stendur.
Guð heitir enn í dag Jómali hjá Eistum og öðrum
finnskum þjóðum'-) og hljóðar á þeirra túngu Jummal og
Jumala. Upprunalega merkir þetta nafn ekki persónulegan
guð, heldur ljóssheim, eins og Dyaus og Dagr eru upprur.alega
persónulausar ljóss-hugmyndir; sömuleiðis Jupiter: »aspice hoc
sublime candens quem invocant omnesIovem« segir Enníus 3).
Áður leiddu menn Jumala af ebr. iom dagur og el guð o:
sem til er; því meiri sem trúin er, þess meiri er grimdin.
Fórnfæríng Krists er líka mannblót.
*) Fornmenn setja stundum greinirinn við þetta nafn (Fms. IY.
300. 302): en Jómali merkir samt eiginlega guðinn sjálfan.
Grikkir sögðu pA rov Aca og ýj 'A&rjva etc. sem svarar til
„hann þór“; envér getum ekki sagt „J>órnum“, „pórinn“ nema
vér gerum nafnið að hlutarnafni (appellativo), og svo er „jóm-
alinn" hafður, um líkneski guðsins; annars kemur jumala opt
fyrir hjáFinnum um goðin og jötna, enþað mun aptur seinna
til komið.
) Brackel í Mittheil. aus dem Geb. d. Gesch. Liv-Ehst-u. Kurlds.
Vol. I. p. 407. Castrén, finsk Mythol. p. 9.
3) Cic. N. D. II. 25.