Gefn - 01.07.1871, Side 5

Gefn - 01.07.1871, Side 5
7 góðan ávöxt, og að dreuglyndi og hreinlyndi er eins nauð- synlegt í pólitíkinni eins og í öðrum lilutföllum lífsins; en þetta endalausa ósamlyndi, sem er einúngis alið og viðhaldið af einstökum blaðamönnum svo þeir hafi eitthvað til að rita um og þeim sem eru orðnir hálf-ærðir af stjórnar- brutlinu, gengur út yfir þjóðina og kostar hana ærið fé, en gerir engum gagn nema þeim sem halda því við, því þeir fá peníngana sem þjóðin gefur til, en hún fær ekkert í aðra hönd aptur; og svo eru þeir alltaf að byrla mönnum inn að þetta sé heilagur sannleikur sem þeir segja, hér sé ekki um vináttu eða óvináttu að gera, þeir einir sé »sannir Islendíngar« — eins og enginn geti haft aðra skoðan en þeir nema hann sé fúlmenni og foðurlandssvikari. Einn alþíngismaður — þjóðkjörinn en ekki konúngkjörinn — hefir með fullum orðum sagt, að sér þætti eigi hæfa að »geta ills til stjórnar vorrar« og að »vér eigum góða stjórn og réttláta« 1), og enginn hefirorðið til að mótmæla þessu; og vér ímyndum oss, að þíngmaðurinn muni hafa verið jafn vinsæll eptir sem áður. En þegar nú útgefandi þessa rits heldur fram sömu skoðan, þá er allt öðruvísi tekið í málið, sem raunar ekki er furða, því það er ekki sama hverr talar. Vér komum svo víða við í ritgjörðinni í Gefn, að vér þurfum nú ekki að rita um slíkt efni í þetta sinn. En þó að ritstjóri þjóöólts hafi ásett sér að gánga fram hjá oss íhvílík ógæfa! hvílíkt sorgarefni!) »í bráð og má ske í lengd«, þá vildum vér samt mega skora á haun samkvæmt orðum konúngsfulltrúans: »til hvers borgar þjóðin fjarska mikinn alþíngiskostnað annað hvort ár«?2) — vér skorum á þann fræga reikníngsmann og emerít Kii'kjubæjar-klaust- urhaldara, alkunnan pólitisk-póetisk skrípalátandi ærslamann •) Alþ. t. 1869. I. bls. 644. J) Alþ. t. 1869. I. bls, 515.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.