Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 47
49
að þessar sögur einkanlega merki sólargánginn, þá. voru
engu að síður menu í norðurheimi, þar sem þessi sólargángur
var: það sést á því að Grikkir hentu þó einstök orð eða nöfn
þaðan, og það hefðu þeir ekki getað nema einhverir hefði
verið sem töluðu orðin. Eitt einasta orð felur í sér heila
sög'u. Nafnið Hyperborear er griskt og til búið af Grikkjum ;
vér getum því ekkert eiginlega bygt á því; það merkii enga
sérstaklega þjóð, heldur einúngis »norðanmenn« eða norður-
heimsmenn; það er miklu meira óákvarðað en »Skytar«, því
þetta nafn er ekki griskt og leiðir þar með inn í mál fyrir
utan Grikkland.
þ>að verður ekkerri sagt um það með neinni vissu hvort
orð Hekatæus’ um sólardýrkunina eigi að skiljast bókstaf-
lega1), eða þau merki einúngis sólargánginn. Hljómur, 4ans
og gleði er ætíð samfara ljósi og sól; sól, gull og auðæfi
fara ætíð saman í sögum. Ferð Jasons til Kolkis eptir gull-
reifinu er ekkert annað en sólarsaga — Jason fór í austur,
þángað sem sólin rann upp; gullreifið er morgunsólin —
Fasisfljótið merkir austurstrauminn sem Ijómast við sólar-
uppkomuna (<paívw merkir bæði ljós og hljóm og þar af er
0aat<; komið; gjöll og teipir svara til þess að sumu leyti);
í framstafninn á Argo, sólarskipinu, festi Aþena hljómandi
grein af Dódónu-eik. — Sagt var að Memnonsmyndirnar á
Egiptalamli hefði hljómað við sólarupprás eins og þegar
fíngri er drepið á hörpustreng -). Vera má að þessi saga
eigi sér rót í sólardýrkan Egipta euni fornu; Memnon hét
á egiptsku Amenotep eða Ameuophis, og úr því gerðu Grikk-
ir »Memnon« og »Famenot«; sá sem myndin táknar var
I) Eg held að það eigi raunar að takast svo að miklu leyti. Nils-
son heldur að sólarguð Hyperboreanna hafi verið = Baal
(Skand. Ur-inv. p. 157) — niðurstaðan verður sú sama sem vér
komumst að seinna.
J) Plin. H. N. L. XXXVI. c. 7. Paus. L. I. c. 42. Tacit. Annal.
L. II. c. 61.
4