Gefn - 01.07.1871, Blaðsíða 25
27
þá sé Íslendíngar ekki höfundar Völsúngasögu eða Gaungu-
hrólfssögu eða annara sagna, af því þær hafi til forna geng-
ið í Noregi, þá mótmæli eg því og minni á það að það er
ætíð taiið rithöfunda-verk, en ekki afskrifara-verk, að færa
sögur í letur; því ekki finnur neinn sagnaritari upp á ver-
aldarsögunni, sem hann færir í letur, og ekki fann Ásbiörn-
sen upp norsku æfintýrin né heldur Jakob og Vilhjálmur
Grimm en þýsku, og allir slíkir merin eru álitnir sem höf-
undar og njóta þess heiðurs sem höfundum heyrir, því af
þeirra kröptum hafa sögurnar fengið festu og mynd).
Eins og steinvopnin og slíkir hlutir eru merkilegur arf-
ur frá fornöldunum og geymdur í jörðunni um margar þús-
undir ára til þess að bera vitni um mannkynið fyrir eptir-
komendunum, sem lifa í ljósi þekkíngar og skoðunar: eins
eru fornsögurnar ekki síður merkilegar, því þær gera það
ólíkamlega og andlega eilíft, þær hafa goymt þau orð sem
hafa verið töluð fyrir laungu, og sem ekkert forngripasafn
segir frá; þjóðir, sem menn segja að sé fyrir laungu dauðar
og undir lok liðnar, lifa þannig í málum sínum — þó ekki
hafi geymst af þeim nema eitt einasta nat'n: þetta nafn hljóm-
aði einusinni á túngu þeirra og leið yfir tímann, yfir dauð-
ann oggrafirnar, og deyr aldrei: þetta er ódauðlegleiki þjóð-
anna, sigurhrós sögunnar og heiður rithöfundanna og skáld-
anna. pað er líklegt að sögur og kvæði hafi geymt mörg
orð úr málum steinaldarinnar og eiraldarinnar, sem voru
töluð laungu áður en mönnum datt nokkur leturgjörð í hug,
þó nú aldrei nema þessi orð sé afbökuð eða breytt og löguð
eptir því máli sem sögurnar eru á ritaðar og sem án efa var
annað en fornmálin þar á undan. Aðgreiníngin á milli aldanna
mun aldrei og hvergi hafa orðið allt í einu eða á einni nóttu
eins og vér tölum um aldamót, heldur á lengri tíma, og
þjóðirnar meinguðust þá ætíð nokkuð. Nilsson segir1), að
') Skand. Ur-invánare, 2. uppl. p. 44. 53-57.