Gefn - 01.07.1871, Page 26

Gefn - 01.07.1871, Page 26
28 steinöldin gángi í gegnum alla eiröldina og lángt ofan í járnöld. ]>að gefur öllum að skilja, að elstu fornleifar og forngripir geta ekki sagt frá neinum sögulegum atburðum, ekki lýst neinum andlegum eiginlegleikum nema svo að þjóðir — sem enginn veit hvað hétu — hafi haft skynsemi og kunnáttu til að búa þetta til. Fyrir utan það að fornleifafræðin þann- ig er þögul eða mállaus, þá verður hún ekki einusinni stunduð með myndum, heldur verða menn að hafa sjálfa gripina til að skoða; hún er þess vegna miklu óaðgengilegri en forntúngufræðin. J>etta er ekki svo að skilja að vér ger- um lítið úr henni; en allir sjáþó að það er munur á hvort vér horfum á einhvern haug eða dys, sem vér vitum ekkert persónulegt um, eða hvort vér lesum sögu um haugbúann: það er með öðrum orðum: það sem gefur allri sögu sitt líf og sem er málsins líf, það er það persónulega, og það má nærri geta að þegar málið vantar, þá vantar líka það per- sónulega. ]>ess vegna er öll fornleifafræði, hversu merkileg sem hún annars er og þó hún í rauninni sé jafnt undirstaða sem hjálp sögunnar, út af fyrir sig takmarkalaus og litar- iaus, með því vér sjáum hlutina, en vitum ekkert um þá menn eða þær þjóðir sem handléku þá, vér vitum ekkert meir en það sem eg áðan setti í þær fáu línur sem eg ritaði um þrjár aldir mannkynsins, nema þar sem sögur eða kvæði ná til. Menn vita í rauninni ekkert með vissu um mörgverk- færi, til hvers þau hafi verið notuð eða hvað þau sé, því enginn er til að segja frá því og mjög óvíst hvort menn geti rétt uppá; sama er raunar að segja um mörg orð, að vér vitum ekkert hvað þau þýða né hvaða mál þau sé — það er allt öðruvísi með náttúruhlutina, því náttúrukraptarn- ir hvíla aldrei, og það má gánga að því vísu, að þeir muni einhverntíma sýna til hvers hvað eina er, þar sem dauðinn hefir sett innsigli sitt á það sem dauðans er og sveipað það djúpri þögn, sem afli og ástundan vísindanna opt ekki tekst að rjúfa.

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.