Gefn - 01.07.1871, Qupperneq 32

Gefn - 01.07.1871, Qupperneq 32
34 boreiskt sem lá miklu sunnar, til að mynda Dódónumenn í Epírus og aðra í þessalíu o. s. fr., þó það raunar sé undan- tekníngar. Hversu hneigðir Grikkir voru til að ímynda sér undur í norðrinu, sést og á því, að þegar í pessalíu varð allt fullt af undrum, þar voru Kentárar og Lapítar, og þar var Olýmpus, bústaður guðanna, í norðri. Jafnvel lengst til suðurs létu meun Hvperboreana ná, því bæði Etíópar og Hesperidar áttu að vera af þeim komnir, að sögn Dionysius Periegetes. Apollodorus (Bibl. 2, 5) setur Hesperídurnar í samband við Hyperboreana og lætur Atlas vera hjá Hyper- borennum, og þaðan er þessi ruglíngur kominn; en af allri ferð Herkúlesar hjá Apollodorusi sést að þetta var í norðri, en ekki í vestri; þetta sveim Herkúlesar um mörg lönd táknar sólina sem fer yfir löndin og berst við ský og storma, og ógurlega dreka, sem ætíð merkja myrkur í sögum. Eg hef minnst á Hvperboreana í formálanum f'yiir »Ragna- rökkri«, og eg skal nú hér segja nokkuð ítarlegar frá því helsta um þá. Eg get ómögulega ímyndað mér að eins al- gengar sögur og alkunnar geti verið tómur hugarburður, og það því síður sem ýkjur og skáldsögur fornaldarinnar þvínær ætíð reynast á einhverjum rökum bygðar. Eg tel raunar upp staðina úr rithöfundunum eptir öldum og byrja á þeim elsta, því í rauninni ætti að vera mest að marka þá sem standa fornöldinni næst; en þar við er aðgætandi, að það er ekki mjög áríðandi, því fornöldiu var miklu óbreytanlegri en tíminn er nú: það sem menn þektu fimm hundruð árum fyrir Krist, það þektu menn margt hvað óbreytt fimm hund- ruð árum eptir Krist og enda seinna; þekkíngin á Hyper- boreunum er hin sama allt frá Pindar og þángað til laungu eptir Krists daga. Eustathius, sem ritaði á 12tu öld e. Kr., ritar öldúngis eins ogStrabon hafði ritað þá fyrir 1200 árum (nema hvað hann dregur nokkuð úr).1) En áður en eg fer ‘) Eins ritar Basilíus mikli á 4. öld e. Kr. því nær eptir því sem Aristoteles kendi, og jafnvel enn niður til vorra tíma hafa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Gefn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.