Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Qupperneq 5
5
ins fyrir ár hvert, frá nýári til nýárs. og afhendir forseta. Aðra
hlutdeild í stjórn félagsins hafa skrifari og féhirðir eigi, nema þeir
sé fulltrúar. ,
Eftir að forseti hefir vottað reikning þenna, skal senda hann
endrskoðunarmönnum til rannsóknar. Ef að reikningi er fundið,
skal forseti með fulltrúum leggja á hann úrskurð, áðr enn árs-
fundr er haldinn, og tilkynna féhirði sem og öðrum, er híut eiga
að máli,. enn uni þeir honum eigi, eiga þeir rétt á að leggja á-
greining sinn undir úrskurð ársfundar. Enginn má eiga atkvæði
til úrskurðar um þau atriði, er geta varðað honum ábyrgð.
13- gr-
Skýrslu um reikninga, efnahag og framkvæmdir félagsins
skal prenta fyrir hver 2 ár í senn, í hið fyrsta sinn sumarið 1881.
14. gr.
Bóka skal í gjörðabók félagsins það, er fram fer á fundum,
hvort heldr félagsmanna eða fulltrúa, og ritar formaðr undir í
hvert skifti til staðfestingar.
IV.
Uin hreyting laga.
15- gr-
Lögum þessum má eigi breyta án samþykkis fundar, og þar
á eftir aðalfundar með meira hluta atkvæða. Tillögu um breyt-
inguna skal auglýsa fyrirfram á prenti, minst mánuði áðr enn
fundr er haldinn, og leggja undir atkvæði fundar. Frumvarp það
til breytingar, er samþykt er á þessum fundi, skal þar næst á sama
hátt auglýsa, og leggja undir aðalfund, er annaðhvort samþykkir
það til fullnaðar óbreytt eða fellir.