Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 6
6
r
Arsfimdr félagsins
2. dag ágústmánaðar 1880.
Hinn fyrsti ársfundr félagsins var haldinn 2. dag ágústmán-
aðar 1880, og eftir að varaformaðr félagsins, Sigurðr Vigfússon,
hafði lýst árangrinum af ferðum sínum og rannsóknum um Kjal-
arnes og á þeim stöðvum, er Harðar saga og Hólmverja gerðist
á, skýrði formaðr félagsins frá framkvæmdum þess og hag.
Hin fyrstu störf félagsstjórnarinnar og félagsmanna hafa ver-
ið, að vekja áhuga almennings á þvf, að vernda fornleifar vorar,
og gefa þeim meira gaum enn áðr. og hefir eigi all-lítð áunnizt í
þeim efnum. Skal þess getið, að á síðastliðnum vetri hafa verið
haldnir fyrirlestrar, er hafa verið mjög vel sóttir.— þ>annig hélt
varaformaðr félagsins, Sigurðr Vigfússon, fyrirlestra á þremr kveld-
um um þingvöll, og ýmsa skipun á alþingi hinu forna, og fulltrúi
félagsins, Björn Magnússon Olsen, í tvö kveld um málfrœði
vorra tíma, og sérstaklega um uppruna íslenzkrar tungu. Svo hafa
og nokkrir menn orðið til þess, að senda félaginu skýrslur um
fornleifar og forn mannvirki, og allmargir hafa unnizt til þess, að
heita fulltingi sínu til þess að bjarga sem flestum gripum á forn-
gripasafnið.
Aðalframkvæmd félagsins hefir á þessum liðna tíma verið hin
staðlega rannsókn, er það hefir látið gera á þúngvelli og • nokkr-
um öðrum stöðum. Rannsókninni á þingvelli er nú lokið í þetta
skifti, sökum þess að efni félagsins ekki leyfðu Vandlegri rann- •
sókn; enn hún hefir orðið bæði til þess, að skýra ýmisleg sögulég, '
atriði og þingskipun alla eftir Grágás, sem. og til þess að sýna fram •
á, að nákvæmari staðlegri rannsókn verði að halda fram, svo fljótt
og vandlega, sem frekast má verða. f>ar næst hefir varafprmaðr
félagsins skoðað ýmsar fornleifar og fornstöðvar í þ>ingVaHasveit
og Grafningi; meðal annars rakið hinn forna fa'rveg Öxarár, að-
gætt hoftótt á Brúsastöðum í hinni svonefndu Hofkinn, *ög nokipr-
ar leifar, sem enn eru eftir af hoftótt að Ölfusvatni, enn me$t
kveðr þó að fullnaðarrannsókn þeirri, er -hann hefir gert á hinni V
merkilegu hoftótt á Byrli við Hvalfjarðarströnd. Auk» þessa þefir
hann rannsakað allar fornstöðvar og forn ummerki eftir Harðar
sögu og Hólmverja.