Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 7
7
Fulltriu félagsins, aðjúnkt Björn Magnússon Ólsen, hefirrann-
sakað Borgarvirki í Húnavatnssýslu mjög vandlega. Sveinbjörn
bóndi Magnússon í Skáleyjum hefir athugað mjög nákvæmlega um
Goðahól á Flateyri við ÖnundarQörð, og við litinn gröft, sem gerðr
var i hólinn, hefir það komið fram, að þar hafi verið hús, sem
bersýnilega hefir brunnið, enn eftir sögnum manna hefir þar ver-
ið hof.
Skýrslur um þessar rannsóknir munu verða prentaðar í tíma-
riti félagsins.
Af framkvæmdum félagsins á þessu sumri er að eins eftir
rannsókn á haugum nokkrum við Haugavað, og verðr að lokum
að lýsa yfir því, að félaginu ekki hefði auðnazt að afkasta svo
miklu, ef það hefði ekki átt í vændum styrk úr landssjóði, 200 kr.
til rannsókna, og alt að 100 kr. til tímarits.
í félagið vóru á fundardegi annan dag ágústmánaðar gengnir
19 með 25 kr. tillagi í eitt skifti, og 158 með 2 krónum á ári. 1
félaginu eru 18 konur.
þ>að er áform félagsins að rannsaka á næsta ári nokkrar af
hinum mörgu hoftóttum, sem enn sjást leifar af, til dœmis hoftótt-
ina í Vatnsdal, að Hofi á Kjalarnesi, í Ljáskógum í Dölum, á
Goðahól við Flateyri, hoftóttina á Brúsastöðum, á Rútsstöðum í
Laxárdal. í Uthlíð, í Lundareykjadal, í Fagradal o. fl. þingstaði
og dómhringa, t. d. þingnes við Elliðavatn, þingskálaþing á
Rangárvöllum, Árnesþing, þingstað við Haukadal, þingnes í Borg-
arfirði, þingey við Skjálfandafljót o. fl.; sömuleiðis gamla verzlun-
arstaði, t. d. Gáseyri, Straumfjörð vestari, sem bæði var verzlunar-
staðr og kauptún. Af því að efni félagsins eru svo lítil, mun
verða að takmarka hin áformuðu verk þess eftir kröftum félagsins.