Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 9
9
g. Slétt bil er frá hringnum (þar sem hann gengr lengst
út að vestan), út á vestrbrúnina á Lögbergi, og er bil
þetta á breidd.........................................12 fet.
svo að þar hefir verið gott gangrúm, og erbrún bergs-
ins þar hæst, og hallar frá henni inn að hringnum, svo
að þar mátti ganga hiklaust og án allrar hættu, þótt
menn háfi gengið samsíða og í flokki saman (sjá „Upp-
dráttinn af Almannagjá og alþingisstaðnum, Lögberg“).
io. Tótt ferhyrnd (aflangr ferhyrningr) er innan í hringnum
að lengd.............................................31 —
að breidd............................................21 —
' Dyr sýnast að hafa verið á miðjum hliðvegg (tóttarinn-
ar), sem veit heim að kirkjunni á þúngvelli. Veggirtótt-
arinnar eru gildir og miklu hærri enn brún hringsins
umhverfis.
11. Fjarlægðin frá hliðvegg tóttarinnar utanmáls og út á
brún hringsins að norðan er..........................23 —
enn a8 sunnanverðu...................................16 —
og munar þannig 7 fetum.
þ>ess skal getið, að alls staðar er mælt út á ytri brúnir
hliðveggjanna, enn þó hvergi algjörlega út yfir þær.
12. (þvermálið yfir Lögmannshól (þannig, að málið er lagt
yfir hólinn, þar sem hann er hæstr), mælt í stefnu eftir
langvegi Lögbergs....................................83 —
13. Eftir þvervegi Lögbergs mælt á sama hátt............60 —
14. Bilið frá Lögsögumannshól vestr á brúnina á Lögbergi
að Flosagjá er.......................................20 —
15. Lögsögumannshóll er 15 til iófetaáhæð, enn þess skal
þó getið, að sakir verkfœraskorts er mál þetta að miklu
leyti eftir áætlun, enn mun þó láta nærri.
16. Breiddin á Flosagjá, nærfelt undan miðjum Lögsögu-
mannshól er nær .....................................46 —
enn þar á móti er breiddin á Nikulásargjá mæld af
miðjum Lögsögumannshól........................ . . .19 —1
Fyrir vestan Flosagjá móts við Lögsögumannshól er stór og
breið lægð, með grasi vöxnum móum og mosaflám, er þar alveg
hallalaust og gott að standa og sitja, þótt mikill mannfj'öldi væri.
Vestri barmrinn á Lögbergi er þar fyrir víst 5 álnum hærri enn
barmrinn vestri á Flosagjá gagnvart Lögsögumannshól.
Fyrir austan Nikulásargjá, gagnvart Lögsögumannshól er líkt
farið landslagi og á Lögbergi; á móti hólnum er berghæð, þakin
I) Eg skal geta þess, að eg hefi eigi sjálfr mælt breidd gjánna, heldr mældi síra Jens
Pálsson þær fyrir mig seinna i sumar eftir burtför mína af þingvelli, og er eg viss
um, að breiddin er rétt mæld.