Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 15
15 Fyrst lét eg grafa skurð rúmlega þriggja álna breiðan gegnum alt þetta mannvirki frá brún gjábarmsins þvert niðr, og lét hreinsa moldina rœkilega úr skurðinum, alveg niðr í berg, svo að sérhver laut og bergskora kom greinilega í ljós. Neðst í þessum skurði (í neðri brún mannvirkisins) kom í ljós mikil og breið grjóthleðsla (þriggja álna breið og hálf önnur alin á hæð), sem þó er töluvert úr lagi gengin. þ>essa grjóthleðslu lét eg rannsaka þannig, að grafið var frá henni að neðan til beggja hliða út frá skurðinum á samtals 48 feta löngu bili. þ>ótt hleðslan sé nokkuð breiðari að neðan, virtist mér eigi þörf á að rannsaka hana meira. þ>ess skal getið, að í miðju mannvirkinu rak eg mig á lítinn og stuttan grjótbálk, sem reynslan þó síðar sýndi að ekk- ert áframhald hafði á neinn veg. Að öðru leyti kom í þessum skurði ekki meira grjót í ljós, er teljanda sé, nema ef telja skal nokkra steina í grasrótinni ; að öðru leyti var mannvirkið alt af moldu. þ>ess skal líka getið, að hér um bil í miðju þessu mannvirki fann eg glerbrot rúma hálfa alin niðr í moldinni; það er líkast því, sem það væri úr bumbunni á lítilli könnu með eftirgjörðu hálf- grísku lagi, líkt og tíðkazt hefir á seinni tímum. Hálsinn á kerinu hefir verið gyltr utan og innan. Utan á brotinu er upphleypt rós. leggir og blöð, gjört eftir náttúrunni, enn grunnrinn er gulr. Gylling og öll yfirhúð á brotfnu lítr mjög nýlega út. Glerbrotið er til sýnis. Síðan lét eg grafa annan skurð í gagnstœða átt um mitt mann- virkið, þvert yfir hinn fyrra skurðinn og á sama hátt, nema að norðr- armrinn var í norðrendann nokkuð mjórri, enn þó grafinn alveg niðr á bergið ; þvíað í norðrarmi skurðarins varð eg ekki var við nokkurn stein, enn alt var þar af moldu gjört. þ>ar á móti er suðr- hluti þessa skurðar nær fjögra álna breiðr, þvíað þar kom eg undir eins, þegar niðr dró að berginu, ofan á öskudrefjar, er síðan urðu að miklu öskulagi niðr við bergið. í berginu var þar skora eða glufa allstór, er full var með ösku. Öskulagið var beinlínis neðst við sjálft bergið, enn öll moldin, hálfönnur alináþykt, lá þar ofan á. Annars er öll þykt mannvirkisins yfir höfuð 1—1V2 alin, að einum stað undanteknum, þar sem bergið gengr upp eins og skörp bára, þar er jarðvegr grynnri. Getið skal þess, að niðr úr bergglufunni var gjóta niðr í bergið, og hrundi niðr í hana mikið af öskunni; hún sýndist hafa verið höfð undir eldstœði sem ösku- stó; í ösku þessari vóru viðarkol og beinaska. J>egar kom nokkuð niðr frá eldstœðinu, kom óreglulegr grjótbálkr í ijós, margir stórir steinar saman, enn sem allir virtust vera úr lagi gengnir; vóru sumir niðr við bergið, enn sumir ofar í moldinni. Eldstœðið er hér um bil mitt á milli hins fyrr talda litla grjótbálks og þessara
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.