Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 19
19
af náttúrinni, þar sem þótti einkennilegt, og mjög er undarlegr
þessi þykki jarðvegr, sem er ofan á þessum háu hólum, er gnæfa
upp fram við Sogið, og ólikir því, er mér sýndist þar veraíkring,
og „Haugar" hafa þeir verið kallaðir það menn muna: „Úlfljóts-
haugr“ „Villingshaugru og „Ölvishaugr*. þ>eir eiga eftir munn-
mælunum að vera haugar landnámsmanna þeirra, erbjuggu á þeim
jörðum þar í grend, er við þá eru kendar; enn þá er auðvitað, að
Villingavatn ætti að réttu að heita Villingsvatn. Haugar þessir
eru norðan til á Dráttarhlíð, lítið eitt sunnar enn þar sem Sogið
kemr úr þingvallavatni. Fram af haugunum er halli grasi vaxinn
að Soginu, síðan flugberg niðr. J>ar við ósinn er vítt hellisgap, er
tekr fleiri hundruð fjár, og er einstigi að; er hellirinn margra faðma
hár, er hann kallaðr „Skinnhúfuhellir11, og „Skinnhúfuhakki“ þar
út norðr frá í hvamminum nær ósinum og Soginu. Skinnhúfa tröll-
kona er nefnd í Ármanns sögu1, og hlýtr hellir þessi að vera kendr
við hana. Annar hellir er vestan til í hlfðinni, hafðr fyrir fjárhelli
frá Villingavatni. þ>egar staðið er uppi á miðhaugnum, er hálf-
ógurlegt að horfa niðr í Sogið grœngolanda, þviað hæðin öll niðr
í Sogið hygg eg sé þar á annað hundrað faðma. Síðan fór eg inn
að Ölvisvatni (Ölfusvatni); spurðist þar fyrir, og hugði að því, er
þar var fornlegt.
Úti á túninu spottakorn fyrir útsunnan bœinn er fjárhús, sem
stendr á flötum hól, bygt fyrir hér um bil 30 árum; það heitir nú
„Hofhús“. Steinar höfðu verið teknir þar upp úr í húsið, og þó
vóru steinar eftir niðri; þar sást fyrir vegg eða hleðslu, enn nú
verðr ekki í neitt ráðið, sfðan húsið var bygt.
far fyrir neðan, skamt í landsuðr, er svo kallað „Grímkels-
gerði“ með fornum garði digrum, vallgrónum; gerðið er stórt sem
kýrvöllr. Rétt við garðinn inni í gerðinu skamt frá Hofhúsinu, er
áðr var nefnt, er þúfa stór í túninu, sem kölluð er Grímkelsþúfa“;
hún er 28 feta löng, enn 8 fet á breidd, snýr í norðr og suðr, og
mjórri í norðrendann, afbrugðin frá öðrum þúfum þar í nánd.
þetta stendr heima við Harðar sögu Grímkelssonar, Kh. 1847, bls.
59: „ok var hann jarðaðr suðr frá garði“. Steinn einn er þar f
bœnum, sem er kringlóttr og nokkuð flatr, hér um bil 2 fet að
þvermáli; ofan í hann er bolli kringlóttr, sem er auðsjáanlega
höggvinn með nokkurn veginn þvergníptum börmum og nokkurn
veginu sléttum botni, og er 10 þuml. að þvermáli og 3 á dýpt.
Annar steinn er þar og til, sem eg gat þó ekki séð, þar eð hann
mun vera í kjallara undir timbrhúsi í undirstöðu neðan til, enn að
1) Saga þessi er eigi forn. Dr. Konrad Maurer ætlar hana samða af sýslumanni
Halldóri Jakobssyni á árunum 1757—81 (Islándiche Apocrypha I, Germania XIII.
71. bls.). Dr. Guðbrandr Vigfússon eignar hana og Halldóri Jaúobssyni (Ný Fé-
lagsrit XIX. 134. bls. Sturl. s., Oxf. 1878, Prol. lxiv.).
2*