Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 29
29
.er eigi þörf á að tilfœra alla þá staði, sem benda á það; skal eg
eínu-hgis tilfœra tvo staði úr Njáls s., og sýna þeir það ljóslega, að
dójiiarnir. vóru á víðum velli. Kap. i2i28, bl. 629 stendr: „Nú kemr
at ,þvi, sem dómar skyldu út fara föstukveldit. Gekk þá allr þing-
héimr'til dóma. Flosi stóð sunnan at Rangæingadómi ok lið hans,
. v. . .- enn norðan at Rangæingadómi stóðu þeir Ásgrímr Elliða-
grímSson ok Gissurr hvíti, Hjalti Skeggjason ok Einarr þveræingr“,
og kap. i42al, bl. 764: „þeir (Ásgrímr) gengusunnan at dóminum.
þeir Flosi ok allir Austfirðingar með hánum gengu norðan at dóm-
inum“. þetta tvent nœgir til að sanna, að dómarnir gátu eigi verið
annars staðar enn uppi á Völlunum, þvíað eins og áðr er sagt,
höfðu hvorirtveggju mikið iið í brennumálunum. Bandamannasaga
Kh. 1851, bl. i719 ákveðr þetta skýrt: „Nú er þar til at taka, at
Ufeigr karl gengr upp á Völluna, ok til dómanna ; kemr at Norð-
lendingadómi“. Grág. Kb. 24. k.ákveðr skýrt, að dómarnir höfðu eng-
an ákveðinn stað á Völlunum, heldr skyldi lögsögumaðr ráða, hvar
hver fjórðungsdómr var settr, og ákvað hann það við Lögbergs-
búðir eru í gjánni nálægt berginu, þar sem hleðslan er uppi á gjábarmin-
um, þar sem þeir Guðbrandr halda að Lögberg hafi verið. A þeim stað,
er eg skrifa greinilegar um Lögberg, ef eg endist til, skal eg fœra miklar
hkur að því, að á þingvelli í fornöld þurftu frá 120—150 búðir, og það þó
eg reikni œrinn mannfjölda í hverri búð, og því tek eg það enn upp,
að mér þykir það lítt skiljanlegt, að ekki ein búð af öllum þeim fjölda
skyldi vera á hraunrimanum milli gjánna, hefði þar eigi verið haft Lög-
berg. Menn kynni nú að segja, að þar hefði getað verið tóm tjöld, enn
þá vil eg spyrja, hvar er talað um tóm tjöld á þingvelli í fornsögum vor-
um? þar sem talað er um að tjalda búðir, mun oftast vera átt við það
að tjalda yfir búðina og að tjalda hana innan. Eg skal ekki neita því með
öllu, að tjöld kynni að hafa verið notuð til bráðabirgðar eitt þing, þegar
svo stóð á. það er svo víða í fornsögum vorum og Sturl.s. talað um að gjöra
upp búð bæði á alþingi og héraðsþingum, að eg þarf eigi að tilfœra þá staði,
enn að gjöra upp búð er sama sem að byggja upp búðartótt.
það var 1879 að eg gat fyrst spurt upp það örnefni »Gj dhamarn á
gjábarminum vestra á Almannagjá, og hefi eg sett hann á Alþingisstaðinn á
þingvelli og uppdráttinn af Almannagjá og alþingisstaðnum 4. það sýnist
mér óeðlilegt að kalla allan vestra barminn á Almannagjá einu nafni Gjdham-
ar eða hamar, sem er svo langr, að hann nær upp til fjalls og lítr út sem
rönd eða brúní heild sinni ogsést upp eftir ölluaf þingvelli, enn g jáharmr
eða gjábakki getr hann eðlilega heitið, enn einungis einhverjir vissir
staðir eða einn ákveðinn staðr gæti heitið gjáhamar. þessi gjáhamar, sem
nú er kallaðr, er og skallamyndaðr, hefst upp, og stendr nokkuð fram, og
er það kunnugt, að slíkt er kallað hamar í daglegu máli. Grágás nefnir á
einum stað Gjáhamar, Kb. 24. k., enn þar á móti kallar hún gjábakka bæði
28. og 29. k. af þeirri ástœðu, að þar meinar hún nokkuð annað, nefni-
lega gjábarminn yfir höfuð, þ. e. með öðrum orðum : þegar sólin er fyrst
komin upp á gjábarminn hærra, þar sem hann fyrst byrjar að hefja sig
upp fyrir auganu (sbr. uppdráttinn 2). það væri vissulega undarlegt, að
Grág. skyldi kalla hamar á einum stað, enn bakka á tveim stöðum,
enn alt ætti þó að þýða hið sama og tákna bæði sama stað og s ama
tíma. Hví mátti þá ekki nefna þetta alt einu nafni? Hitt væri sann-