Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 32
32 segja um hann, þá er um margt að rœða og margt að athuga. Eitt af því, sem þarf að gjöra grein fyrir, svo vel sem unnt er, er það, hverja vegi fornmenn hafi riðið á þing og af þingi, bæði þeir, er kómu norðan og vestan, austan og sunnan. Eg hefi talað um hér að framan á bl. 22. veg þann, er norðan og vestanmenn munu hafa riðið; enn sunnanmenn eða þeir, sem kómu úr Kjalarnesþingi, hafa varla getað farið niðr Kárastaðastíg, sem nú er aðalvegrinn; sá vegr var ekki gjörðr vel fœr fyrr enn hér um bil 1831; þá var sprengt úr klettunum og vegrinn lagðr, svo að nú má fara með klyfjahross, sem kunnugt er; áðr varð þar að eins farið með lausa hesta. Ef söðull var t. d. á hestinum, varð að halda sveifinni, að hún eigi rækist í klett, er stóð fram úr berginu, enn sá klettr var sprengdr í burtu, og svo var víðar. Sama er að segja um Langa- stig, sem liggr norðr og upp af Völlunum efri upp úr Almannagjá; hann var gjörðr ári síðar. Reyndar segir Njáls s. Kh. 1875 k. 13837, bl. 739, þegar Eyjólfr Bölverksson tók við málinu af Flosa: „feir Flosi gengu, þar til er þeir koma þar er gatan liggr ofail af hinni efri gjánni“. Eldri útgáfan hefir „ofan at“ í textanum, og „ofan af“ C, bl. 224. En „ofan at“ mun verarangt lesið í eldri útgáfunni, því- að Fornfrœðafélagsútgáfan 1875 E)l. 739 neðanmáis segir, að öll handrit hafi ,.ofan af“ („af“ „sál. alle“). Að hér sé verið að rœða um gjána, sem nú heitir Kárastaðastígr, um það þarf eigi að fara mörgum orðum, það sér hver maðr, sem kunnugr er staðnum; Kárastaðastígr er sannkölluð efri gjá, þar sem hann er gjá, sem liggr upp úr Almannagjá og upp í hraunið. Enginn staðr annar er hér til, sem eins er farið og þessum, sem orð Njáls sögu gæti átt við. þ>eir Eyjólfr Bölverksson, Flosi, Bjarni Broddhelgason og Hall- björn sterki munu hafa setið fram á nefinu, sem nú er kallað Hak til vinstri handar, þegar komið er upp úr Kárastaðastíg, eins og eg hefi sett á Alþingisstaðinn. þ>essi staðr á og sérlega vel við orð Flosa, þviað þar er mjög hátt og einhver hin fegrsta útsjón yfir þúngvöll. „Flosi kvað þar gott at sitja og mega víða um sjást“ (bl. 739). Langt frá götunni hafa þeir ekki farið, eftir því sem ráða er af orðum sögunnar; enn á afviknum stað þurfti það að vera, þvíað Grág. tekr mjög hart á þvi, að þiggja mútur í málaferlum, sem kunnugt er. Af þessu öllu sést, að á Njálssögu dögum hefir legið stígr eða gata niðr Kárastaðastíg, enn það mun þó eigi hafa verið nema fyrir gangandi menn eða í mesta lagi með lausa hesta, eins og áðr er sagt. Hefði hér verið þjóðvegr, myndi þeir Flosi varla hafa setið þar, þvíað nógir vóru leynistaðir niðri í Almannagjá fyrir sunnan Kárastaðastíg, enn uppi á berginu eru engir leynistaðir. Enn í fyrri daga var annar vegr á þúngvöll fyrir Sunnan- menn; lá hann frá Skálabrekku og austr yfir hraunið að Almanna-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.