Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 32
32
segja um hann, þá er um margt að rœða og margt að athuga.
Eitt af því, sem þarf að gjöra grein fyrir, svo vel sem unnt er, er
það, hverja vegi fornmenn hafi riðið á þing og af þingi, bæði þeir,
er kómu norðan og vestan, austan og sunnan. Eg hefi talað um
hér að framan á bl. 22. veg þann, er norðan og vestanmenn munu
hafa riðið; enn sunnanmenn eða þeir, sem kómu úr Kjalarnesþingi,
hafa varla getað farið niðr Kárastaðastíg, sem nú er aðalvegrinn;
sá vegr var ekki gjörðr vel fœr fyrr enn hér um bil 1831; þá var
sprengt úr klettunum og vegrinn lagðr, svo að nú má fara með
klyfjahross, sem kunnugt er; áðr varð þar að eins farið með lausa
hesta. Ef söðull var t. d. á hestinum, varð að halda sveifinni, að
hún eigi rækist í klett, er stóð fram úr berginu, enn sá klettr var
sprengdr í burtu, og svo var víðar. Sama er að segja um Langa-
stig, sem liggr norðr og upp af Völlunum efri upp úr Almannagjá;
hann var gjörðr ári síðar. Reyndar segir Njáls s. Kh. 1875 k. 13837,
bl. 739, þegar Eyjólfr Bölverksson tók við málinu af Flosa: „feir
Flosi gengu, þar til er þeir koma þar er gatan liggr ofail af hinni efri
gjánni“. Eldri útgáfan hefir „ofan at“ í textanum, og „ofan af“ C,
bl. 224. En „ofan at“ mun verarangt lesið í eldri útgáfunni, því-
að Fornfrœðafélagsútgáfan 1875 E)l. 739 neðanmáis segir, að öll
handrit hafi ,.ofan af“ („af“ „sál. alle“). Að hér sé verið að rœða
um gjána, sem nú heitir Kárastaðastígr, um það þarf eigi að fara
mörgum orðum, það sér hver maðr, sem kunnugr er staðnum;
Kárastaðastígr er sannkölluð efri gjá, þar sem hann er gjá, sem
liggr upp úr Almannagjá og upp í hraunið. Enginn staðr annar er
hér til, sem eins er farið og þessum, sem orð Njáls sögu gæti átt
við. þ>eir Eyjólfr Bölverksson, Flosi, Bjarni Broddhelgason og Hall-
björn sterki munu hafa setið fram á nefinu, sem nú er kallað Hak
til vinstri handar, þegar komið er upp úr Kárastaðastíg, eins og
eg hefi sett á Alþingisstaðinn. þ>essi staðr á og sérlega vel við
orð Flosa, þviað þar er mjög hátt og einhver hin fegrsta útsjón
yfir þúngvöll. „Flosi kvað þar gott at sitja og mega víða um sjást“
(bl. 739). Langt frá götunni hafa þeir ekki farið, eftir því sem ráða
er af orðum sögunnar; enn á afviknum stað þurfti það að vera,
þvíað Grág. tekr mjög hart á þvi, að þiggja mútur í málaferlum,
sem kunnugt er.
Af þessu öllu sést, að á Njálssögu dögum hefir legið stígr
eða gata niðr Kárastaðastíg, enn það mun þó eigi hafa verið nema
fyrir gangandi menn eða í mesta lagi með lausa hesta, eins og áðr
er sagt. Hefði hér verið þjóðvegr, myndi þeir Flosi varla hafa
setið þar, þvíað nógir vóru leynistaðir niðri í Almannagjá fyrir
sunnan Kárastaðastíg, enn uppi á berginu eru engir leynistaðir.
Enn í fyrri daga var annar vegr á þúngvöll fyrir Sunnan-
menn; lá hann frá Skálabrekku og austr yfir hraunið að Almanna-