Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 47
47
réttara sagt, af orðum sjálfrar Njálss. er það ljóst, að Hlaðbúð er
ekki sama sem Snorrabúð, og ekki heldr sama sem Virkisbúð.
Sagan gæti sannarlega ekki komizt svo að orði: ,, þeir hörfuðu
neðan milli Hlaðbúðar og Virkisbúðar“, ef Hlaðbúð og Virkisbúð
væri ein og sama búðin, og nú er búðin með mannvirkinu fyrir
framan enn í dag kölluð Snorrabúð, og þar af leiðir, að Snorrabúð
getr heldr ekki verið sama sem Hlaðbúð. Hlað og virki er líka
sitt hvað, hlað er lítil upphækkun, enn virki er hár veggr, sem
veruleg vörn er í; hlað kallast þann dag í dag svæðið fram undan
bœjardyrum, sem án efa hefir nafn sitt af stétt með einu eða 1 mesta
lagi tveföldu steinalagi, sem tíðkast enn í dag og allir þekkja. Dœm-
ið er ljóst af Hungrvöku, Byskupasögum Kh. 1856, 1. b. bl. 773.
pegar Magnús byskup kom úr utanför sinni og reið á þing og
kom þar er menn vóru að dómum og urðu eigi ásáttir um eitt-
hvert mál, þá segir: „Enn þá kom maðr at dóminum, og sagði, at
nú riði Magnús byskup á þingit; en menn urðu svá fegnir þeirri
sögu, at þegar gengu allir menn heim. En byskup gekk síðan út
á lilaðið fyrirkirkju og sagði þá öllum mönnum tíðindi11.1 Hér er
kallað hlað fyrir kirkjunni, nefnilega stéttin fyrir framan kirkjuna, rétt
eins og enn í dag. Enginn getr sagt með réttu, að virki hafi verið fyrir
framan kirkjuna á þingvelli. þessvegna hlýtr virki og hlað að
vera sitt hvað, eins og áðr er sagt. Látum nú svo vera, eins og
Sturlungas. segir, að Hlaðbúð hafi fylgt Snorrunga goðorði; það
kann vel að vera; enn hún getr aldrei orðið erfðabúð eftir Snorra
goða, og hafi nú Sturla þ>órðarson (Hvamms-Sturla) verið i Hlað-
búð, þá sjá allir, að það verðr nokkuð fjarri hinu nýja Lögbergi,
eða gjábarminum, þvíað, eins og áðr er sagt, hefir Hlaðbúð verið
sunnan til í skarðinu, enn Snorrabúð eða þessi virkisbúð norðan til
í Skarðinu rétt hjá gjábarminum og fáa faðma frá upphækkuninni.
Vilji menn endilega halda á því máli, að Lögberg hafi verið á eystra
barminum á Almannagjá, þá liggr næst, eftir þessu, að það hafi
verið fyrir sunnan skarðið. eða á berginu suðr frá Hlaðbúð, enn það
getr heldr eigi staðizt, þvíað það er beinlínis kallaðr gjárlbakki
í Njálss. k. 13835, bl. 739. og það var þar, uppi á gjárbakkanum, sem
þeir Flosi, Bjarni og Eyólfr beiddu menn sína að hafast við, með-
an þeir sjálfir gengu upp í Almannagjá.
Njálss. bendir ljóslega á það, að Eyólfr Bölverkson hafi verið
í Hlaðbúð. J>egar þeir Flosi og Bjarni Broddhelgason vóru að ráðg-
ast um, hver fœra skyldi fram vörn fyrir brennumálið, ogþeirhöfðu
engan í sínu liði, þá bendir Bjarni Flosa á Eyjólf Bölverks-
son, k. 138, bl. 736, og kómu þeir sér saman um að fá hann;
síðan fóru þeir í liðsbón í Austfirðingabúðir austr fyrir á, og
eftir það er þeir kómu úr Ljósvetningabúð, segir k. 13873, bl.
1) Hlaðit fyrir kirkju er og áðr nefnt í Hungrvöku k. ð, Bysk. I. 6620.