Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 48
48
738: „Síðan fóru þeir í braut ok vestr yfir Öxará ok svátilHlað-
Mðar“. Hér sýnir sagan ljóslega, að ferðinni var belnlínis heitið
til Hlaðbúðar til að hitta þar Eyjólf, er þeir höfðu orðið ásáttir um
að fá til málsvarnar og horfa eigi í að gefa honum fé mikit. þ>eg-
ar þeir Flosi og Eyólfr kómu aftr ofan úr Almannagjá og Eyólfr
hafði tekið við málinu og hringnum góða, þá gengu þeir Flosi og
Bjarni til búða sinna, enn Eyólfr til búðar Snorra goða, k. i38147,
bl. 743 : „en Eyólfr gekk til búðar Snorra goða ok settiz niðr hjá
hánum. . . . gekk Eyjólfr þá til búðar sinnar“. Af þessu sést, að
Eyólfr hefir eigi verið í búð með Snorra goða, og hafi hann verið
i Hlaðbúð, sem eg hygg fullsannað, þá kemr hér enn fram, að
Snorrabúð og Hlaðbúð eru sitt hvað. f>að er enn margt, sem bendir
til þess, að Snorrabúð hafi aldrei Hlaðbúð heitið. Búð Snorra er
fjórum sinnum nefnd í Njálss., enn aldrei er hún nefnd Hlaðbúð.
Ef það er sama Hlaðbúðin, sem nefnd er í Sturlungas. og Hlað-
búðin, sem nefnd er í Njálss, enn þar liggja nær 200 ár á milli,
þá hlýtr nafnið þegar áSnorra dögum eða jafnvel fyrr að hafa ver-
ið orðið fast við búðina, þvíað annars hefði það ekki getað geymzt
fram á Sturlungaöld ; enn hefði nafnið Hlaðbúð verið orðið fast við
Snorrabúð á Njálssögu dögum, hví er hún þá eigi kölluð Hlaðbúð
í Njálss. ? Enn þvert á móti lítr svo út, sem önnur búð sé nefnd
svo, eins og áðr er tekið fram. þegar þeir Asgrímr þurftu að finna
Snorra goða, þá segir jafnan í Njálss., að þeir hafi farið til búðar
Snorra goða, enn þegar þeir Flosi þurftu að finna Eyólf Bölverks-
son, þá segir Njálss., að þeir hafi farið til Hlaðbúðar; auk þess höfðu
þeir Flosi ekkert erindi til Hlaðbúðar, hefði það verið búð Snorra
goða, er þeir vildu einmitt hitta Eyjólf Bölverksson. Snorri goði
var þeim heldr eigi í sinni, hvorki fyrir né eftir brennumálin. Hefði
nú Hlaðbúð verið hið fasta heiti búðar Snorra goða, þá er næsta
undarlegt, að Njálss.1 skuli eigi nefna hana svo oftast nær, eins
og hún nefnir ávalt Möðrvellingabúð, enn eigi búð Guðmundar ríka.
Mér þykir líklegast, að Hlaðbúð hafi verið erfðabúð Eyjólfs Böl-
verkssonar eftir föðurföður hans Eyjólf grá, sem, eins og kunnugt
er, var son þórðar Gellis, og var höfðingi í Arnarfirði og sjálf-
sagt goði þar.
Eg hefi sett Hlaðbúð með punktum á Alþingisstaðinn, þar sem
hún hlýtr að hafa verið, eftir því, sem sagt er hér að framan, enn
með punktum hefi eg sett hana af því, að eigi sést nú neitt veru-
lega ofan jarðar móta fyrir búðinni, þar er að eins lítilfjörlegr grjótbali
eða ávali; enn það er ekki að marka, þótt eigi sjáist nein verulegri
merki fyrir henni, þvíað grjótið hefir að öllum líkindum verið tekið
1) Eg vona, menn gæti þess, að hér og annars staðar fylgi eg einkum
hinni nýjustu útgáfu af Njálss., Kh. 1875.