Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 62
62 önnur bein líksins vóru svo fúin, að vart sáust nema köstin ein eftir af leggjunum, sem molnuðu milli fingranna, þegar á þeim var tekið. Suðr af hauskúpunni, svo sem á hálsi líksins, fundust 30 tölur, úr gleri, rafi, beini og fleira; þar fanst og eins konar nál eða lítill ■prjónn með auga á öðrum endanum, úr málmi. Hjá skjöldunum fanst Idtúnsskál eða látúnsbóla, með tveimr götum út við röndina, og lítil toppmynduð látúnshúfa með auga á enda. járnoddrinn, beinknífrinn og beinkambrinn lá alt í einu lagí, hér um jafnlangt frá tölunum og skjöldunum, sem hefði það verið lagthœgra megin við líkið. Loksins fanst í dysinni lítil látúnsfjöðr tveföld; enn ekki verðr glöggvara skýrt frá, hvar hún lá. Á moldinni var svo að sjá, sem tré hefði verið í dysinni; þar var og mikið af smástein- um, svo sem hnefastórum, einkum yfir efra hluta líksins“. „Hér um í 6 álna fjarlægð austr frá dysinni fundust manns- bein, hestbein og hundsbein, sem auðsjáanlega vóru miklu yngri enn beinin í dysinni; af legu þessara beina virtist það og ljóst, að þau hefði verið fœrð þangað eða flutt, þvíað þau lágu öll í hrúgu og í graut. það eru til einhver gömul munnmæli um, að fyrir löngu hafi verið myrtr til fjár hér að Kornsá ungr maðr, sem ætlaði suðr á land, og hafði peninga meðferðis; hann hafi horfið með hesti og hundi og ekkert til hans spurzt, enn síðast gist hér að Kornsá. þ>egar Jón hreppstjóri Jónsson, sem lengi bjó hér, fluttist hingað búferlum vorið 1820, stóð bœrinn niðr við ána Kornsá, fyrir ofan og vestan fjósið á „gamlabœjarhlaðinu“, sem nú er svo kallað; enn vorið 1821 byrjaði Jón heitinn að byggja nýjan bœ, þar sem bœrinn nú stendr, og flutti sig í hann albygðan vorið 1822. J>á var gömul fjárhústótt fyrir utan og ofan þenna nýja bœ, og heyrði dóttir Jóns heitins, sem enn er á lífi hér í dalnum, þá haft í munnmælum, að þegar fjárhús þetta var bygt, hefði þar átt að finnast mannsbein, hestbein, og hundsbein“. Kornsá í Vatnsdal, 16. janúar 1880. Lárus p. Blöndal. J>að er enginn efi á, að þetta er karldys, þvíað ekki hefði kvenmaðr verið grafin með stálhúfu eða manskœrum, hvað sem hinu öðru líðr. Feira af vopnabúnaði hefir ekki komið í ljós í þessari dys. fessi fundr og Brúarfundrinn eru svo einkennilega líkir í sumu, einkannlega það er þessar bjöllur áhrœrir, að það liggr nær að álíta, að það sem gildir fyrir annan með aldrinn, það gildi og fyrir hinn, og í Brúarfundinum fundust tvö spjót og öxi. Eg held því, eins og eg hér að framan og líka áðr hefi fœrt nokkrar líkur að, að þessi fundr sé frá seinni hluta 10. aldar eða áðr enn kristni var lögtekin. þ>ó að bjallan ætti að vera tákn þess, að blót væri fyrirlátin, þá var jporkell krafla höfðingi Vatnsdœla primsigndr af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.