Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 68
68 staðið þar eftir munnmælum; framan til í hólnum er bergklöpþ, og þvers fyrir framan hann er kelda eða fen, sem kölluð 'er blót- kelda, enn niðr á hólnum sjálfum sjást engin merki til tótUtr. 'Niðr frá kálgarðinum sést fyrir dálítilli girðingu, sem auðsjáanlega er ekkert úr hofinu, heldr eitthvað nýjara; þar fyrir neðan, ofan til á Goðhólnum, er eins og lægð og þar umhverfis lægðina er eins og votti fyrir einhverri upphækkun. Eg kannaði það alt með stál- staf mínum, og fann þar grjót á þrjár hliðar djúpt niðr, enn að of- an er eins og hin girðingin liggi fram undir lautina. Breiddin milli þess, er eg fann grjótið niðri í, er hér um bil 40 fet. Eg get alls eigi sagt, hvort þetta eru nokkur mannaverk eða ekki, enn sé það, þá eru þau gömul. Eg skal og geta þess, að að Hofi eru allar byggingar bygðar nær því úr tómu torfi, þvíað þar er nær engan stein þeirra, og svo mikið er víst, að þorskafjarðarþing var hið löggilta héraðs- þing fyrir Vestfirði yfir höfuð. Af öllu þessu, sem sagt er hér að framan, verðr alt eðlilegt um báða þessa þingstaði þannig, að Kjalarnesþing hafi síðar verið fœrt af Leiðvelli suðr í þingnes. Kjalnesinga saga segir reyndar, að á þingstaðnum suðr við sjóinn sjáist fyrir búðunum ; getr vel verið, að þar hafi einhver merki sézt, þegar sagan um þetta var fyrst fœrð í letr, enn hafi síðan horfið. Hafi hið fyrsta Kjalarnessþing verið á Leiðvelli, sem nú er nefndr, sem hlýtr að hafa verið, þvíað hvergi er annars staðar hentugri staðr á Kjalarnesi sunnanverðu, suðr við sjóinn, þá bendir nafnið Leiðvöllr á, að þar hafi verið héraðsþing, þvíað Grág. segir Kb. 61. k., I III30 : »oc scal þar leið þeirra vera, sem þingstöð þeirra er«. Hefði þessi staðr eigi verið hentugr fyrir þingstað, þá var hann ekki hentugri fyrir leið. það væri mikil nauðsyn á að rannsaka þenna þingstað 1 þingnesi við Elliðavatn nákvæmlega, þvíað eg þykist viss um, að Kjalamesþing hafi þar einhvem tíma háð verið, þvíað upp við Kollafjörð eða á Leiðvelli hefir Kjal- arnessþing eigi getað verið háð allan þjóðveldistímann fram yfir miðja 13. öld; til þess var staðrinn of óhentugr, enda sjást þar engin merki til nokk- urs slíks. Eg áleit það mjög nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um þessa tvo þingstaði og reyna til að gjöra ljósa grein fyrir, hvernig á þeim stœði og hvar Kjalarnessþing hið foma hefði verið háð, þvíað eg hefi heyrt mjög deildar meiningar manna um þetta efni. Dr. Konrad Maurer, prófessor í Miinchen, hefir látið í ljós skoðun sína um þingstað Kjalnesinga, í bréfi til Mr. Smiths; telr hann víst, að Kjalar- nesþing hafi fyrst verið sett á Kjalarnesi nl. Leiðvelli; hann sýnist og vilja halda því föstu, að þingið hafi jafnan verið háð þar. Eins og eg hefi sýnt hér að framan, er eg alveg á sama máli sem Maurer um hinn upprunalega þingstað, enn það er til þess kemr, að þingið hafi aldrei verið flutt þaðan, þá vil eg, eins og áðr er sýnt, fara þar nokkurn milliveg og láta verulega rannsókn á mannvirkjunum í þingnesi ráða úrslitum þessa máls; enn mig furðar stórlega á því, að Smith skuli hafa að vettugi bæði orð Ara fróða og ann- arra fornra rithöfunda og þar að auki álit Maurers, enn byggja á ástœðum, sem auðsjáanlega eru teknar úr lausu lofti, þvíað hann lætr þá ætlun sína í ljós í bók sinni, að þingið hafi aldrei verið á Kjalamesi; það sjá þó allir, að Kjalarnessþing gat þingið með engu móti verið kallað, nema það hefði upp- runalega verið sett á sjálfu Kj alarnesi. því verðr að halda föstu. Að öðru leyti hefir Mr. Smith sýnt áhuga á þessu máli og honum er að þakka, að til er prentað kort af staðnum nl. þingnesi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.