Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Síða 86
86
338—34 Hvé veizlurnar vóru stórkostlegar, sést ljóslega af veizlu-
sal Aðils konungs at Uppsölum í Svíþjóð, Heimskr. bl. 28, Ynglingas.
k. 33: Aðils konungr var at dísaMóti ok reið hesti um dísarsal-
inn; hestrinn drap fótum undir honum ok féll, ok konungr af fram,
ok kom höfuð hans á stein, svá at haussinn brotnaði, enn heilinn lá
á steininum ; þat var hans bani.
Kjalnessingasaga, bl. 4ogu, bendir á, að garðr hafi verið í
kringum Kjalarnesshofið: „Ok er hann (Búi) kom þar, sá hann, at
garðrinn var ólæstr ok svo hofit .... hann sá at porsteinn lá á grúfu
fyrir þ>ór .... Búi sneri þá út ok læsti bæði hofinu ok garðinum“.
J»egar J>orgrímr kom að hofinu og vildi slökkva eldinn, segir bl.
4io16 : „þvíat garðrinn var svo hár, at hvergi mátti at komast“.
Sagan bendir jafnvel á, að hofið hafi verið úr viði, þar sem hún
segir, bl. 4114 : „Voru þá gervir til krakar ok varð dregit í sundr hofit
ok náðist við þat nokkut af viðinum11. Lýsingin í Melabók á hofinu
er að mestu alveg samhljóða lýsingum þeim, sem eru hér að fram-
an; einungis skal eg tilfœra það úr lýsingu hennar á blótsiðum,
sem hinar sögurnar taka eigi fram. Ln. Kh. 1843, bl. 33529—369:
„]> órr eða Juppiter var æðstr ok mest göfgaðr, þá Freyr sonr
Óðins, conditor, sá er fyrst bygði Uppsali í Svíaríki; ok þó eigi
sé glöggt at skilja, hve mörg goð eða með hverju nafni þau hafi
verit hér dýrkuð at sérhverju hofi, þá eru þó í gömlum eiðstaf á-
nefndir þessir þrír, Freyr, Njörðr ok Ás, sem vér hyggjum þá meina
með Oðin, af því hann var hinn æðsti höfðingi hingat í Norðrlönd,
kominn or Asia. Æsar eða Æsir kölluðust fleiri“.
Alt bendir á, að þ>ór og Oðinn hafi verið mest dýrkaðir hér
á íslandi og eins í Norvegi, og, eins og hér er tekið fram, er það
mjög líklegt, að Freyr og Njörðr hafi og verið dýrkaðir hér, þar
sem þeir vóru teknir upp í eiðstafinn og Freyr var gróðrarguð,
enn Njörðr sjávarguð, enda er það beinlínis tekið fram um vissa
höfðingja hér á landi, að þeir dýrkuðu Frey, svo sem Hrafnkell
Freysgoði og þ>orgrímr goði, sonr þorsteins f>orskabíts. Aftr var
]?ór „ástvinr“ J>órólfs Mostrarskeggs. Helgi magri, er nam Eyja-
fjörð, var að nafninu til kristinn og kendi bœ sinn við Krist, enn
samt lítr svo út, að hann hafi borið eigi minna-traust til p>órs, því-
að á hann hét hann til allra stórræða. Oft er talað um trúna á
þ>ór og Oðin bæði hér og í Norvegi, enn Freyr var aðalátrúnað-
argoð Svía. Til virðingar við Frey kendu Svíar kostgripi við gölt-
inn, sem, eins og kunnugt er, var reiðskjóti Freys, t. d. hjálminn
Hildisvín og hringinn Svíagrís, sem Áðils konungr að Uppsölum
átti. Hjálmrinn Hildisvín hefir verið með svíni ofan á. Oskar
Montelius, Sveriges hedna tid, Stokcholm 1877, sýnir tvær forn-
ar myndir af hermönnum alvopnuðum. f>ar liggja svín í heilu líki
fram eftir hjálmunum að ofan; mynda þau röðulinn á hjálmunum