Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Page 88
88
tilsýndar, eins og gjörðr sé nokkurs konar kross, og með því vilti
Sigurðr jarl bóndum sjónir, þótt hann sjálfr að öllum líkindum hafi
séð, að konungr gjörði krossmark yfir horninu. Full Oðins hefir
verið signt með geirsmarki eftir geir hans Gungni. það er talað
um að marka þá menn með geirsoddi, er gefnir vóru Oðni. Um
merki hinna guðanna vita menn ekki.
Dísahlót eru nefnd í Svíþjóð, eins og áðr er getið, þegar Að-
ils konungr reið um dísarsalinn; og líka í Hervararsögu, sem síðar
mun sagt; enn hverjar dísir hafa blótaðar verið, sést eigi með vissu,
enn ekki er það ólíklegt, að það hafi verið Ásynjurnar, og í Yng-
lingasögu, bl. n, segir, að Freyja hafi haldið uppi blótum. Hákon
jarl ríki blótaði J>orgerði og Irpu, sem þó vóru eigi Ásynjur, enn
þær hafa verið eins konar dýrlingar heiðninnar norðan til í Nor-
vegi. Á íslandi er á einum stað nefnd hofgyðja, það eg man til,
Vápnfirðingas., Kh. 1848, bl. io3: „Kona hét Steinvör, hón var
hofgyðja ok varðveitti höfuðhofit. Skyldu þangat allir bœndr hof-
toll gjalda“. þ>egar jporvaldr Koðránsson og Friðrik byskup boð-
uðu kristni í Vestfirðingafjórðungi, kómu þeir að Hvammi; var
jpórarinn Fýlsenni sonr þ>órðar Gellis á þingi, enn Friðgerðr kona
hans, dóttir Höfða þórðar, var heima, og son þeirra Skeggi. ,.þ>or-
valdr talaði þar trú fyrir mönnum, enn Friðgerðr var meðan í hof-
inu ok blótaði, ok heyrði hvárt þeirra orð annars“ (Byskupas., I 6;
Kristnis., k. 2). þ>orvaldr kallar Friðgerði gyðju í vísu þeirri, er
hann kvað við þetta tœkifœri:
Enn við enga svinnu
aldin rýgr við skaldi
„(þá kreppi guð gyðju)
gall of heiðnum stalla“.
Hvort blót þau, er gyðjur þessar stjórnuðu, hafi verið dísablót,
verðr eigi sagt, enn þó virðist það eigi ólíklegt.
Á Gautlandi er talað um álfahlót (sjá Heimkr. bls. 308), enn
um það get eg lítið annað sagt enn það, að það sýnir, að menn
hafa haft margs konar átrúnað. í Svíþjóð hafa mannblót verið
mjög tíð, að því sem sagt er. Um Aun að Uppsölum segir Heims-
kringla, bl. 2226, Yngl.s., k. 29: „þ>á gerði hann blót mikit, ok blét
til langlífis sér ok gaf Oðni son sinn ok var honum blótit. Aun
konungr fékk andsvör af Oðni, at hann skyldi enn lifa 60 vetr
..................jpá gerði hann enn blót mikit til langlífis sér, ok
blótaði öðrum syni sínum. f>á sagði Oðinn honum, at hann skyldi
æ lifa, meðan hann gæfi Oðni son sinn hit tíunda hvert ár................
En þá er hann hafði blótat 7 sonum sinum, þá lifði hann 10 vetr,
svá at hann mátti eigi ganga; var hann þá á stóli borinn. þ>á
blótaði hann hinum átta syni sínum, ok lifði þá enn 10 vetr, ok lá
þá í kör. pá blótaði hann hinum níunda syni sínum ok lifði þá