Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Qupperneq 92
92
hennar af réttri trú; var síþan gert hof á Krosshólum, þá er blót
tóku til“. Olafr feilan bjó í Hvammi allan sinn aldr eftir andlát
Unnar; hans sonr var jpórðr Gellir, og mun því auðsætt, að þá
vóru þeir frændr horfnir til blóta, þegar svo langt var liðið frá and-
láti Unnar, og er eðlilegra að ætla, að pórðr hafi verið leiddr í
hörginn, sem hafði heiðna merking, enn eigi beinlínis í hólana, sem
kristinn átrúnaðr lá á fyrst framan af. Hér að framan á hinum
tilvitnuðu stöðum kemr og þrisvar fyrir að hfeiina hörga, enn bæði
að svíða og brenna hof; að hörgarnir vóru brendir, er ljós sönnun
fyrir því, að hörgarnir vóru gjörðir af viði. Á íslandi vóru engar
steinbyggingar í fornöld, svo að sögurnar tali um. Sú hin fyrsta
steinbygging, sem eg man til, að nefnd sé hér á íslandi, er stein-
kirkja sú á Breiðabólstað 1 Vestrhópi, er Illugi Ingimundarson, dótt-
urson Hafliða Mássonar, flutti steinlím til, er hann druknaði. Enn
sem komið er, hafa hér heldr ekki fundizt neinar leifar af neins
konar bygging úr tómum steini, t. d. höggnum og límdum. Af
þessu öllu virðist mér auðsætt, að flestir þeir hörgar, sem gerðir
hafa verið hér á landi, hafi verið hús af viði gjör.
p>að er alveg rétt, að munr er á hofi og hörg. Reyndar verðr
eigi sagt með fullri vissu, í hverju sá munr er að öllu leyti fólginn,
enn það er ætlan mín, að hof sé hið meira, enn hörgr hið minna;
dreg eg það meðal annars af því, að jafnan er sagt „hof og hörg-
ar“ ; hof jafnan haft á undan. Af þeim lýsingum af hofunum, sem
talað er um hér að framan, er það ljóst, að hofin vóru þannig, að
þau skiftust í tvö hús, afhúsið, sem var minna, og aðalhúsið, sem
var veizluskáli, eins og sýnt er hér að framan. Um hörg hygg
eg, að hann hafi oftast nær þá merking hér á landi, að hann sé
einungis goðahús, án þess að þar hafi verið veizluskáli. Höfuðhofin
hér á landi og í Norvegi eru jafnan kölluð hof, enn eigi hörgar.
Hörgarnir hafa því að öllum líkindum oft verið heimilisgoðahús,
sem bœndr gátu bygt efitir geðþekkni heima hjá sér, þó að þeir,
eftir sem áðr, gyldi hoftoll til höfuðhofsins. Á þetta benda ýms
örnefni hér á landi, sem kend eru við hörg, t. d. Hörgá, Hörgs-
hóll, Hörgshlíð, Hörgsholt, Hörgsdalr, Hörgsland; og Hörgeyri heit-
ir í Vestmannaeyjum að sunnanverðu við Heimaklett öðrum megin
fram með höfninni. þetta örnefni hefir geymzt í Vestmannaeyjum
í manna minnum, síðan kristni var lögtekin hér á íslandi, þvíað þeg-
ar Gissur og Hjalti tóku Vestmannaeyjar, hlutuðu þeir um, hvor-
um megin við voginn kirkjuna skyldi byggja, og varð það fyrir
norðan voginn, þeim megin sem Hörgeyri var nefnd (sjá Fms. 2,
2 33). Eg skal samt eigi neita því með öllu, að nafnið hörgr hafi
kunnað að vera haft hér á landi um einhverja helgistaði, sem ekki
vóru beinlínis hús, enn slikt verðr þó ekki sannað með neinum
gildum ástœðum.