Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Side 103
103
lengra út í dœldina enn hin, og er þar lokað fyrir hana með grjót-
vegg á þeim gaflinum, sem frá berginu snýr. Tótt þessi stendr
enn að miklu leyti, nema gaflveggrinn er fallinn eða sokkinn niðr,
og er tóttin 35 fet á lengd og 12^/4 úr feti á breidd að innanmáli. Inn-
an í hana hefir af rælni verið hlaðinn lítill þvergarðr í minnum
þeirra manna, sem nú lifa. Hin tóttin er öll nokkru minni, enn
lokuð eins og hin í þann gaflinn, sem frá berginu snýr, svo að
dyr hafa hvergi verið, nema uppi við bergið. Hún er 32 fet á
lengd og 11 fet á breidd að innanmáli, enn veggirnir eru nú mjög
fallnir, bæði gaflveggrinn, sem snýr út í dœldina og langveggr sá,
sem út frá berginu gengr austast. í þeirri tótt hefir nýlega verið
urðaðr hestr uppi undir berginu, og hefir nokkuð af grjótinu úr
austrvegg tóttarinnar, því miðr, verið haft til þess. f>ó að veggirnir á
tóttum þessum sé nú allvíða fallnir eða signir í jörð niðr, þá eru þeir
þó alls staðar vel greinilegir, og hafa verið nálega 4 fet á þykt.
í lýsingu einni eftir J. J., sem stendr í Norðanfara, er sagt, að önn-
ur tóttin sé 7 ál. á breidd og 33 ál. á lengd, enn það nær engri
átt, að því er lengdina snertir, þó að þetta kunni að vera utanmál
— enn á það bendir breiddin.1 Kálund telr tóttirnar 5 faðma á
breidd, og er það alt of mikið, enn lengdin er hjá honum nærri
hœfi, ef hún er mæld á ytri brúnir veggjanna (7 faðmar).
Rétt fyrir norðan eystri tóttina inni í dœldinni er hola ofan í
jörðina, svo sem hnédjúp. f»að er brunnr sá, sem Eggert Olafsson
talar um. Nú er hann vanalega þurr, nema þegar rigningar ganga
og á vorin, enn gamlir menn hafa sagt mér, að áðr hafi oftast verið
vatn í honum. f>að væri reynanda, að grafa í holu þessa, og vita,
hvort eigi kœmi upp vatn.
Allir veggir á virkinu eru hlaðnir úr hellugrjóti því, sem í
virkinu er, og er það mjög hentugt til að hlaða úr. Margar hellur
eru afarstórar, enn þó virðast allar meðfœri þeirra manna, sem nú
lifa, ef eigi eins, þá tveggja eða fleiri. Hvergi hefir verið haft
neitt steinlím, og hellurnar hafa heldr ekki neins staðar verið höggn-
ar eða lagaðar til að hlaða úr.
fað er eigi hœgt að segja með fullri nákvæmni, hversu mörg
dagsverk hafi gengið til að hlaða alla þessa garða, þvíað það er
örðugt að ætlast á um teningsmál garðanna, sakir þess að þeir,
sem standa, eru misháir og misbreiðir, enn hitt er eigi unt að segja
með vissu, hversu háir og breiðir þeir garðar hafi verið, sem hrunið
hafa. Mér hefir talizt, að allir garðar á virkinu að tóttunum meðtöld-
um — bæði þeir sem enn standa, og þeir sem fallnir eru — hafi verið
12300 teningsfet. þetta er reyndar að eins lausleg áætlun, enn
varla mun hún fara mjög fjarri sanni. Nú gjöri eg, að maðr hlaði
1) Norðanf. 15. ár, 1876, No. 43—44.