Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1880, Qupperneq 111
111
séð, enn að Barði biðji hann um tillag' til ,,matar oss“ og gefr f>or-
valdr honum i2geldinga. f>á ríða þeir Barði til þorbjarnar tengda-
föður Barða. Hér byijar ný blaðsíða í handritinu og er nú allgott
aflestrar úr þessu. Biðr Barði þorbjörn um, að „leggja til í slátrin“
við þá félaga, „ef vér aukum nokkuð ráða“, og vill J>orbjörn ekk-
ert til leggja, og lýkr því svo, að Barði segir skilið við dóttur
þorbjarnar. Kaalund hefir þegar tekið það fram, að orðið „seta“
og þessi vistaleit Barða bendi til þess, að hann hafi haft setu eftir
Heiðarvigin og stafesti þannig munnmælin. Reyndar gæti verið,
að þessi seta hefði verið í Ásbjarnarnesi, og er eigi nauðsynlegt,
að hún hafi verið í virkinu; enn líka mætti hugsa sér, að Barði
hefði þá þegar haft liðsafnað til að hlaða upp virkið um haustið,
þviað enn lifðu 4 vikur sumars, og að Borgfirðingar hefði komið
norðr og Barði sezt í virkið fyrir vetrnætrnar, eða að virkissetan
og umsátin hefði eigi átt sér stað fyrr enn næsta vor, enn úr þessu
verðr nú eigi leyst vegna þess að söguna þrýtr, þar sem mest á
ríðr. Oss virðast sömuleiðis orðin: „ef vér aukum nokkuð ráða“,
heldr staðfesta munnmælasögurnar. f*á segir sagan frá griðasetningu
þ>orgils Arasonar og ferð Barða til Lœkjamóts — „ok tekr f>ór-
arinn vel við þeim“, segir sagan, „ok eru nú kátir, ráða nú ráðum
sínum, að“ ... Hér er eyða í söguna og er tapað eða skorið burt 1
blað. Hefði sagan haldið áfram nokkrum orðum lengra, þá hefði víst
mátt ráða með meiri líkindum i það, sem staðið hefir í eyðunni.
Eftir eyðuna byrjar sagan á þvi að segja frá málalokum á alþingi
og sættum þeim, sem á kómust. Er svo að sjá af sögunni, sem
ekkert mannfall hafi orðið eftir Heiðarvígin, þangað til sættir kóm-
ust á, þvíað þar sem menn eru lagðir til jafnaðar, sem fallið höfðu
af hvorumtveggja, er eigi getið annarra manna enn þeirra, sem áðr
var sagt að fallið hefði i suðrferð þeirra Barða auk Halls bróður
hans, sem áðr var fallinn, og þess er jafnvel eigi getið, að nokkr-
ar bœtr hafi komið fyrir suma þá af sunnanmönnum, sem þó var
sagt áðr að fallið hefði, t. d. þorgaut og þorljót af Veggjum1.
Sé það því satt, að í sögunni hafi staðið, að sunnanmenn hafi setið
um virkið, má fullyrða að ekki hafi þess verið getið, að þar hafi
orðið nokkuð mannfall. f>ó er vert að taka eftir því, að Barði segir
hér, að einn af þeim félögum sé eigi fœr til utanferðar, og er eigi
ólíklegt, að sá hafi fengið áverka í umsátinni um virkið, þvíað eigi
er þess getið, að þeir af norðanmönnum, sem aftr kómu af heiðinni,
hafi verið svo sárir, að þeir hafi eigi verið fœrir ferða sinna2. Eitt orða-
tiltœki er það í þessum kafla sögunnar, sem virðist benda til þess, að
ófriðr hafi verið milli Barða og sunnanmanna á tímanum, sem leið frá
1) Sbr. ísl.s. Kh. 1847, II. b. 365. og 367. bls.
2) S. st. 385. bls. sbr. 371. bls. (»ríða nú 16 saman ok flestir sárir«).