Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 22
22
upphæðin er talin í álnum (80X120X3=240X120), enn sje hún
talin í þriggja álna aurum, verður hún þrefalt hærri enn firri upp-
hæðin, og ná slíkar áverkabætur engri átt.
Frá alda öðli hafa menn talið 120 á 1 n i r i hverju jarðar-
hundraði.1) Dr. V. G. segir, að þetta geti með engu móti samþíðst
hinu sanna verði jarðanna, heldur sje hvert jarðarhundrað jafnt einu
hundraði þriggja (hvi eigi sex?) álna aura. Nú veit jeg ekki, við
hvað á fremur að miða verðmæti jarða enu við landskuldina af
þeim. Páll Vídalín hefur í Skíringum sínum 551.—552. bls. leitt
ljós rök að því, að leigumáli hafi að fornu fari vanalega verið 12
álnir firir hvert jarðarhundrað (sbr. Halldór Einarsson, Værdibereg-
ning pá landsvis 14. bls.). Enn þetta er einmitt lögleiga hin forna,
10% (Bbr. Grág. Kb. II 140. og 248. bls. Sthb. 213. bls.). í Sturl.
Oxf. I 94. bls. (sbr. Bisk. 1 418. bls.) segir, að Ingimundur prestur,
fóstri Guðmundar biskups, hafi flutt sig búferlum að Möðruvöllum í
Eijafirði og leigt landið »tíu hundruðum«. I Johnsens jarðatali er
þessi jörð talin 80 hundruð (f. m.), og segir í neðanmálsgrein, að
Árna Magnússonar jarðabók telji hana 100 hundruð með hjáleigum.
Nú er Möðruvellir að vísu stór og góð jörð, enn 10 hundruð þriggja
álna a u r a (=30 hundraða álna) landskuld hefur hún þó aldrei
getað borið. Hjer hlítur því að vera átt við 10 hundruð (==10X120)
á 1 n a landskuld, og er þó fulldírt leigt. í máldaga ölfusvatns frá
1180 (ísl. Fornbrs. I 270. bls.) segir, að kirkjan eigi »12 hundruð
álna í Vatz (o: ölfusvatns) landi ok i Hagavíkr landi« (Hagavik er
hjáleiga frá ölfusvatni). Þar er dirleikinn talinn í hundruðum álna.
í Hjörseijar máld. (Isl. Fornbrs. I 303. bls.) er jörðin Sel(jar) í Hraun-
hrepp talin »10 hundruð álna« (um 1200). Dr. V. G. telur íms dæmi
úr Sturlungu, sem sína, að dírleiki jarða hefur staðið nokkurnveginn
i stað síðan á 12. og 13. öld, ef miðað er við hið forna mat, sem nú
er kallað og stóð fram ifir miðja 19. öld.2) Nú segir í Sturl. Oxf.
*) í „Bergþórs statútu11, sem svo er kölluð, stendur, að 1 hundrað i jörðu sje
jafnt 20 aurum (= 20X6 álnir = 120 álnir). Að vísu er hún falsskjal, húið til af
Daða presti Halldúrssini, sem um tíma var skrifari Brynjólfs hiskups og átti harn
með Ragnheiði dóttur hans (K. Maurer i Ersch & Gruber Encyclopadie undir Grágás,
sjerprent. 20. hls. Jón Sigurðsson í Safni t. s. ísl. II 22.—23. bls.). Enn hún sínir
þó, að menn hafa svo langt, sem Daði mundi fram, talið 120 álnir i hverju jarðar-
hundraði. enn Daði var faeddur 1638 og var skír maður.
2) German. abhdl. 546. hls. Hjer má geta þess, að jörðin Seljar i Hraunhrepp,
sem nú var nefnd, er talin að fornu mati 12 hundruð að dírleika; munar það eigi
meira enn 2 hundruðum frá því mati, sem var um 1200. í skrá um landamerki Ingj-
aldshóls frá c. 1280 stendur: „En þat er fornt lag, at lngjaldshváll er fyrir 20
hundruð, Kjalvegr 10 hundruð, Þrándarslaðir 12 hundruð11 (lsl. Fornhrs, II 165 bls.).