Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 22
22 upphæðin er talin í álnum (80X120X3=240X120), enn sje hún talin í þriggja álna aurum, verður hún þrefalt hærri enn firri upp- hæðin, og ná slíkar áverkabætur engri átt. Frá alda öðli hafa menn talið 120 á 1 n i r i hverju jarðar- hundraði.1) Dr. V. G. segir, að þetta geti með engu móti samþíðst hinu sanna verði jarðanna, heldur sje hvert jarðarhundrað jafnt einu hundraði þriggja (hvi eigi sex?) álna aura. Nú veit jeg ekki, við hvað á fremur að miða verðmæti jarða enu við landskuldina af þeim. Páll Vídalín hefur í Skíringum sínum 551.—552. bls. leitt ljós rök að því, að leigumáli hafi að fornu fari vanalega verið 12 álnir firir hvert jarðarhundrað (sbr. Halldór Einarsson, Værdibereg- ning pá landsvis 14. bls.). Enn þetta er einmitt lögleiga hin forna, 10% (Bbr. Grág. Kb. II 140. og 248. bls. Sthb. 213. bls.). í Sturl. Oxf. I 94. bls. (sbr. Bisk. 1 418. bls.) segir, að Ingimundur prestur, fóstri Guðmundar biskups, hafi flutt sig búferlum að Möðruvöllum í Eijafirði og leigt landið »tíu hundruðum«. I Johnsens jarðatali er þessi jörð talin 80 hundruð (f. m.), og segir í neðanmálsgrein, að Árna Magnússonar jarðabók telji hana 100 hundruð með hjáleigum. Nú er Möðruvellir að vísu stór og góð jörð, enn 10 hundruð þriggja álna a u r a (=30 hundraða álna) landskuld hefur hún þó aldrei getað borið. Hjer hlítur því að vera átt við 10 hundruð (==10X120) á 1 n a landskuld, og er þó fulldírt leigt. í máldaga ölfusvatns frá 1180 (ísl. Fornbrs. I 270. bls.) segir, að kirkjan eigi »12 hundruð álna í Vatz (o: ölfusvatns) landi ok i Hagavíkr landi« (Hagavik er hjáleiga frá ölfusvatni). Þar er dirleikinn talinn í hundruðum álna. í Hjörseijar máld. (Isl. Fornbrs. I 303. bls.) er jörðin Sel(jar) í Hraun- hrepp talin »10 hundruð álna« (um 1200). Dr. V. G. telur íms dæmi úr Sturlungu, sem sína, að dírleiki jarða hefur staðið nokkurnveginn i stað síðan á 12. og 13. öld, ef miðað er við hið forna mat, sem nú er kallað og stóð fram ifir miðja 19. öld.2) Nú segir í Sturl. Oxf. *) í „Bergþórs statútu11, sem svo er kölluð, stendur, að 1 hundrað i jörðu sje jafnt 20 aurum (= 20X6 álnir = 120 álnir). Að vísu er hún falsskjal, húið til af Daða presti Halldúrssini, sem um tíma var skrifari Brynjólfs hiskups og átti harn með Ragnheiði dóttur hans (K. Maurer i Ersch & Gruber Encyclopadie undir Grágás, sjerprent. 20. hls. Jón Sigurðsson í Safni t. s. ísl. II 22.—23. bls.). Enn hún sínir þó, að menn hafa svo langt, sem Daði mundi fram, talið 120 álnir i hverju jarðar- hundraði. enn Daði var faeddur 1638 og var skír maður. 2) German. abhdl. 546. hls. Hjer má geta þess, að jörðin Seljar i Hraunhrepp, sem nú var nefnd, er talin að fornu mati 12 hundruð að dírleika; munar það eigi meira enn 2 hundruðum frá því mati, sem var um 1200. í skrá um landamerki Ingj- aldshóls frá c. 1280 stendur: „En þat er fornt lag, at lngjaldshváll er fyrir 20 hundruð, Kjalvegr 10 hundruð, Þrándarslaðir 12 hundruð11 (lsl. Fornhrs, II 165 bls.).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.