Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 40
40 Kom mér í hug, að það kynni Grettir að hafa gjört. Virtist mér steinninn hæfilega stór til þess. Nú í sumar (1910) virti eg steinana hetur fyrir mér. Leizt mér svo á, að tveim óvöldum mundi full- fengið að hefja hinn efri stein af jafnsléttu og setja hann upp á hinn steininn. En fyrir einn mann, og hann aðeins 15 ára, mætti það telja furðulegt þrekvirki. Sé nú þetta steinninn, sem Grettir hóf, þá mun söguritarinn ekki hafa séð hann sjálfur, því um þennan stein verður ekki sagt, að hann »liggi i grasinu«. Og af orðalagi söguritarans virðist mega ráða, að hann hafi hugsað sér steininn nokk- uð stærri en þessi er. Þessi steinn gat þó borið nafn, sem örnefni (»Grettishaf«), meðan vegurinn lá vestanmegin vatnsins, því þá blasti hann lengi við tilsýndar — hann er svo settur. Af veginum fyrir austan vatnið sést hann þar á mót ekki, hefir því gleymst eftir að vestri leiðin var lögð niður. Það gat líka orðið til þess, að Sleða- ássnafnið var fært upp á Tröllaháls. Og það lá enn beinna við, ef það er rétt til getið, að raninn, sem steinninn er á, hafi heitið svo. Hann er svo nærri Tröllahálsi. X. Hella Grettis í Skjalclbreið. Svo segir í Grettissögu, kap. 61. »Fór hann (Grettir) þá burtu ór dalnum og gekk suðr þvers af jöklinum, ok kom þá at norðan at miðjum Skjaldbreið. Reisti hann þar upp hellu ok klappaði rauf á, ok sagði svá, ef maður legði auga sitt við raufina á hellunni, at þá mætti sjá í gil þat, sem fellur ór Þórisdal«. í sambandi við þenna stað í Grettlu skal eg geta þess, að þá er eg ferðaðist um Borgar- fjarðarsýslu sumarið 1907, átti eg tal við bændaöldunginn Gísla Jóns- sson í Stóru Fellsöxl er áður bjó lengi í Stóra-Botni, en var nú (1907) áttræður að aldri. Sagði hann mér frá því, að á fjárkláðaárunum, er hann bjó í Botni, var hann eitt sumar varðmaður uppi undir Kaldadal með öðrum manni að norðan. Þeir ráku fé frá merkjalínu kvöld og morgna, sinn hvoru megin frá varðkofanum. Eitt sinn sagð- ist hann hafa rekið frá að austan (sunnan) verðu, sem oftar. Þótt- ist hann þá sjá tvær kindur norðan í Skjaldbreið nokkuð ofarlega. Fór hann þangað og reyndust það snjóblettir. En þá tók hann eftir því, að á kletti einum eða gjábarmi, nokkuð ofarlega norðaní fjallinu, voru laúsir steinar eins eg leifar af vörðu eða þvílíku. Hann fór þangað og sá þá að líka láu lausir steinar neðan undir klettinum, eins og þeir hefðu fallið ofanaf honum, og hjá þeim lá allstór hraun- hella með dálitlu skarði í röndinni, sem Gísla virtist vera manna- verk. Þótti honum því líkast, sem gat hefði verið klappað á hell-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.