Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 48
Gamlir legsteinar.
Legsteinar á Mosfelli.
Rannsakaðir 13. VII. 1909.
í kirkjugarðinum á Mðsfelli í Mosfellssveit eru enn sýnilegir
nokkrir gamlir legsteinar og brot. Hér skal lýsa og tilfæra áletranir
á þremur, þeim elztu:
Nr. 1. Jarþrúður Þórólfsdótter. ý 1606.
Steinn þessi er í tveim hlutum og mun vanta á milli. Efnið er
mjög gljúpt hraungrýti. Efra brotið er að lengd 90 sm., hið neðra
58; br. 27—28 sm. á báðum; þykt um 14 sm. Steinninn er sléttur
og tilhöggvinn. Einföld strik eru milli línanna og umhverfls letrið,
og ennfremur utan á hliðunum um 2,5 sm. frá efri brún. A efra
brotinu eru 10 línur og á hinu 7. Letrið er latínuletur, upphafs-
stafir, hæð 5—6 sm. E-in eru öll með epsilon-laginu, sbr. Engeyjarst.
Ritháttur hinn venjul. þeirra tima, sami og á flestum öðrum áletr-
unum sem tilfærðar hafa verið í Arb. áður frá 17. öldinni. I orð-
inu AME (þ. e. amen, 6. 1. að neðan) er n-hljóðið táknað með striki
yfir næsta hljóðstaf á undan, svo sem altitt var, einkum í endingum.
Merkið /, sem táknar venjulega og (eiginl. et, á latínu), táknar hér
víst o s. frv. (etc., þ. e. et cetera á latínu, svo að c vantar i raun-
inni). — Á milli orða eru alstaðar 3 deplar hvor upp af öðrum svo
sem hér er prentað.
Á neðra brotinu er efsta línan orðin ólæsileg; vottar fyrir að í
henni hafi staðið 5 stafir. Brotin falla ekki saman, enda sést á
letrinu, að nokkurn hluta af steininum vantar á milli þeirra.
Efra brotið:
HIER = H
VILER : I
CHRIST
0 iIARÞ
RVDVR :