Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 50
5Ö
um á Álftanesi 1569—16181), hálfbróður Guðbrandar biskups. Þór-
ólfur, faðir Jarþrúðar, og Sigmundur, er tók biskupsvígslu til Skál-
holts 1537, bróðir bans, voru synir þeirra hjóna Eyjólfs bónda Jóns-
sonar á Hjalla í ölfusi og Ásdísar Pálsdóttur, systur ögmundar
biskups2). — Móðir Jarþrúðar var Margrét dóttir Erlends lögmanns
Þorvarðssonar. Margrét dóttir þeirra Jarþrúðar og síra Jóns í Görð-
um giftist Gísla lögmanni Hákonarsyni og þeirra dóttir Kristín gift-
ist Þorláki biskupi Skúlasyni á Hólum, dóttursyni Guðbrandar bisk-
ups, og átti með honum þá Gísla Þorláksson Hólabiskup og Þórð
Þorláksson Skálholtsbiskup. Vigfús sýslumaður faðir Jóns biskups á
Hólum var og sonur þeirra Margrétar og Gísla lögmanns, og margar
merkar ættkvíslir má rekja til Jarþrúðar upp og ofan.
Ártalið neðst á steininum er að líkindum andlátsár Jarþrúðar,
og ef til vill jafnframt það ár er grafskriftin var gerð. Það er at-
hugavert, að hún skuli hafa verið jörðuð að Mosfelli, en ekki heima
í Görðum. Til þess er líklegust sú ástæða, að hún hafi andast
(máske í kynnisför) hjá Þorvarði bróður sínum, sem þá bjó á Suður-
Reykjum i Mosfellssveit.
Nr. 2. Þorvarður I»órólfsson.
Steinn þessi er grágrýtisdrangur ósléttur, hæstur um miðju,
toppmyndaður í efri endann. Hann er 192 sm. að lengd, 39 sm. að
breidd um miðju, en 20 sm. til endanna; þykt um miðju 22 sm. hér
um bil. Einfalt strik er milli línanna og umhverfis áletrunina, sem
er í 18 línum yfir þveran steininn, svo sem venjulegt er á breiðum
steinum. — Á Baulu-steinum eru leturlínurnar langsetis. — Áletr-
unin er með latínuleturs-upphafsstöfum mestmegnis; t-in í 3. 1 eru
smáleturs-t, og sömul. er æ-ið í 10. 1.; ý-ið í 14. 1. er og helzt með
sömu gerð, sbr, Garðast. nr. 1 (Árb. ’04) og nr. 8 (Árb. ’06). F-ið
í 17. 1. er með engilsaxneskri gerð svo sem altítt var hér á landi.
P in í 18. 1. eru opin að ofan svo sem á Garðast. nr. 1 (Árb. ’04) og
bundin saman. Sömuleiðis er H og E bundin saman aftast í 5. 1.
Ef til vill á einnig að skilja það svo, að skástrik er sett yfir legg-
inn i L í 17. 1. ofantil og upp hægra megin, sem að þar sé L og y
bundin saman, þótt eins líklegt sé, að y-ið hafi alveg gleymst og að
skástrikið tilheyri L-inu; lík L sjást á mörgum gömlum legsteinum.
>) Sbr. Prestatal Sv. N.
s) Sbr. Biskupa-annála Jóns Egilssonar, kap. 39 og 44, Safn til sögu Isl. I. bls.
67 og 74; sbr. ennfr. Bisk, sögur II, bls. 294 og 296, og ættartölurnar s. st. bls. 303
og í Isl. árt., fylgiskj. I og IV.