Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 56
56
eðlilegur ritháttur að fella burtu annaðhvort y-ið eða j-ið í þessu orði;
réttast er að fella úr j-ið, og má skilja I hér í áletruninni svo sem
það sé sett fyrir y. — »Jónsson« er hér ritað (í 4. 1.) í einu orði,
en ekki deplar á milli þessara tveggja orða. — A undan ng er í 9.
1. eðlilega ritað ei, ekki e.
HIER : VNDER : HVILER
GREPTRAD : ERLEGTTG
VDS : BARN : EIOLFVR
IONSSON : LOGRIETT
VMADVR : HANS : VEG
FERDAR : DAGAR : VO
RU 58 AR : SOFNADE
I GVDE : 14 SEPT : 1669
ÞIER : ERUD : GEING
NER TIL FIALLSENS
ZION : OG TIL BORG
AR GVDS LIFANDA
TIL HIMNESKRAR IE
RVSALEM : HEB IZ
Upphaf þessarar grafskriftar er öldungis samhljóða, 7 fyrstu
orðin, upphafi grafskriftarinnar á Garðast. nr. 4 (Arb. ’06, bls. 38), en
niðurlagið er svipað og á Garðast. nr. 2 (Arb. '04, bls. 38—39):
»vegferdardagar-----ár sofnade í Gude«. — Ritningargreinin neðan-
undir grafskriftinni er tekin eftir Guðbrandar biblíu, úr 22. er. 12.
kapítula; í yngri þýðingum stendur »komnir«, en ekki »geingnir«.—
Síon er hér með z og er það samkv. frummálinu. Það orð þýðir hœð,
hóll, og svo voru nefndar hæðir þrjár í Jerúsalem, sín í hvort sinn. Það
virðist óviðeigandi að kalla Síon fjall á íslenzku; mun það sprottið
af ónákvæmri þýðingu á latneska orðinu mons, eða danska orðinu
Bjœrg, þau orð þýða ekki einungis fjall, heldur og hóll, hœð,
núpur, féll.
Grafskriftin hljóðar þannig:
»Hjer under hvller greptrað erlegt Guðs harn, Eiólfur Jónsson lög-
réttumaður. Hans veqterðar daqar voru 58 ár\ sofnaðe i Guðe 14.
sept. 1669.
Þjer eruð geingner til fjallsens Zíon og til borgar Guðs lifanda,
til himneslcrar Jerúsalem. Heh. 12«.