Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Page 57
Eyjólfur þessi Jónsson, lögréttumaður, bjó á Brunnastöðum;
sonur hans var síra Sigurður Eyjólfsson, er prestur var á Kálfatjörn
um það leyti er faðir hans dó1). Síðar var hann prestur að Arnar-
bæli í ölfusi og síðast að Stað í Grrindavík.
Nr. 3. Brandur Guðmundsson. f 1G92.
Steinn þessi er nú skamt frá hinum, vinstra megin er inn er
gengið í kirkjuna. Hann er brotinn i tvo hluti. Sléttur er hann
að ofan og vel höggvinn, bustmyndaður í efri enda og er engill
með útbreiddum vængjum á bustinni, svo sem á Garðast. nr. 6.
Fyrir neðan áletranina er átta blaða rós, og úti í hornunum að neðan
eru englar, sem krjúpa og halda á blysi. Lengd steinsins hefir
verið um miðju um 90 sm., bustin um 7 sm.; breiddin er 44 sm.
og þykt um 8 sm. Einfalt strik er umhverfis, innanvert við brún-
irnar. Áletranin er í 15 línum með venjulegum latínuleturs-upphafs-
stöfum og er stafagerðin, merking þeirra og hljóðtáknun eins og á
st. nr. 2 og á steinum þeim öðrum frá þessum tíma og þessu héraði,
sem áður hefir lýst verið í Árb. Stafhæð 3—3,5 sm. — Getur það
engum vafa verið undirorpið að margir þessara steina eru smíðaðir
af sama steinsmiðnum. Hefir hann kunnað vel til verks síns og er
það illa að þessi maður skyldi ekki höggva grágrýtið til bygginga;
hefði það orðið til mikilla framfara og margs konar gagns, ef reistar
hefðu orðið steinbyggingar hér á 17. öldinni. — Milli orða er víðast
einn depill, nema þar sem orð endar með línu (8., 10.—11. og 13. 1.),
þar er honum slept, og þó ekki við enda 4. 1. Fyrir framan og
aftan ártalið eru tveir deplar og sömuleiðis á milli orðanna í 13. 1.
í 5. 1. eru deplar á railli hinna einstöku hluta orðsins »umsjónar-
madur« (sbr. »veg : ferdar : dagar« á Garðast. nr. 2, Árb. ’04, bls.
38—39). — Fyrir aftan SINN, aftasta orðið í 7.1., vottar fyrir tveim
stöfum og virðast þeir vera tölustafir. Þareð þeir eru óljósir mjög
og hafa verið illa gerðir verður ekki með vissu sagt hvort fremri
stafurinn er 6 eða 5, né hvort sá aftari er 2 eða 0. Fyrir aftan
DAG, sem er aftasta orð í 9. 1., hefir verið sett mjög óljóst F. Mun
þetta hvorttveggja vera annara manna viðbót við hina upprunalegu
áletran steinsmiðsins. Hann mun ekki hafa vitað um aldur Brands
og ætlað öðrum að setja áratöluna aftast i 7. 1., en mánaðar-
nafnið virðist hann hafa gleymt að setja á steininn. Hefir þvi ein
hver bætt þessu F við 9.1., sem ekki getur táknað annað en Februarii.
‘) Sbr. Prestaæfir Jóns Halldórssonar.
8