Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 65
6h
Hjálmar 3 úr kopar, gamlir og góðir, eru í kirkjunni, nýlega endur-
bættir. Hinn stærsti er í kór, með 3 krönsum, ber alls 20 ljós.
Hann er með nafni Jóns biskups Vigfússonar (»Jonas Wigfusius*);
þess er getið í úttektinni, að ekkja hans gæfi kirkjunni hjálminn.
Prédikunarstóllinn mun vera sá hinn sami, er sendur var frá
Kaupmannahöfn í kirkjuna er hún var smíðuð. Hann er með guð-
spjallamannamyndunum allvel máluðum. — Áður var í Hólakirkju
prédikunarstóll »með ypparlegu bíldhöggvaraverke sumstaðar gyltu1).
Hvar mun sá? Hann var enn til seint á átjándu öldinni1). Æði
margt virðist benda tii þess, að hann sé sá hinn sami, er nú er í
Vídalínssafni2) og áður var í Fagranesskirkju; þar áður er sagt að
hann hafi verið í bænhúsinu að Gröf á Höfðaströnd. Hann mun
vera gerður eftir fyrirsögn Gfuðbrandar biskups, en ekki smíðaður né
útskorinn af honum, enda eru engar gamlar sagnir um það, aðeins
nýlegar getgátur. Mynd Guðbrandar biskups er á honum (— Markús
guðspjm. skorinn út í líkingu við Guðbrand —), og upphafsstafir
hans (G. T.) og ártalið 1694, sem bendir til að hann hafi einmitt verið
smíðaður i kirkjuna, sem Guðbrandur lét þá reisa á Hólum.
í Árb. ’88—92, bls. 103—107 eru afskriftir af áleti'ununum á
legsteinunum í Hólakirkju; þar er og getið um stærð steinanna, en
að öðru leyti er engin lýsing þar á þeim að kalla. Stærð þeirra
verður ekki ákveðin nú með nákvæmni, þar eð múrað hefir verið
innyfir brúnir þeirra að meira eða minna leyti er múrgólfið var gert
i kórinn þegar kirkjunni var breytt 1886, og er það illa farið. Af-
skriftirnar í Árb. ’88—92 eru fremur ónákvæmar, einkum að því er
stafsetningu snertir, sumstaðar rangt lesið og sumstaðar vantar orð
í. Úti í kirkjugarðinum er ekki aðeins einn legsteinn yfir biskupi,
steinninn yfir Árna biskupi Þórarinssyni; þar er og iegsteinn yfir
Sigurði biskupi Stefánssyni, stór og veglegur, með íslenzkri áletrun
i bundnu máli. Gamlir legsteinar sjást engir í kirkjugarðinum; nokkrir
eru þar nú, sem letrið er af, þeir eru úr mógrjóti úr Hólabyrðu, —
en ekki munu þeir gamlir.
Þegar gjört var við Hólakirkju árið 1886 voru bekkir allir,
milligerðin milli kórs og framkirkju, umbúnaður um stúkur og annað
gamalt og upprunalegt tréverk innan kirkju rifið úr henni. Bekkir
voru settir nýir i hana, stúkur engar gerðar né milligerð. Skírnar-
fonturinn, sem áður var við norðurvegg, gegnt frúardyrum, var sett-
ur í miðjan kór. Af dágóðri mynd í ferðabók Gaimards, og af lýs-
^1) Æfisaga Jóns Þorkelssonar skólameistara, L, bls. 199 (sbr. og 205).
a) Shr. Árb. ’08, bls. 57.
9