Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 65

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Side 65
6h Hjálmar 3 úr kopar, gamlir og góðir, eru í kirkjunni, nýlega endur- bættir. Hinn stærsti er í kór, með 3 krönsum, ber alls 20 ljós. Hann er með nafni Jóns biskups Vigfússonar (»Jonas Wigfusius*); þess er getið í úttektinni, að ekkja hans gæfi kirkjunni hjálminn. Prédikunarstóllinn mun vera sá hinn sami, er sendur var frá Kaupmannahöfn í kirkjuna er hún var smíðuð. Hann er með guð- spjallamannamyndunum allvel máluðum. — Áður var í Hólakirkju prédikunarstóll »með ypparlegu bíldhöggvaraverke sumstaðar gyltu1). Hvar mun sá? Hann var enn til seint á átjándu öldinni1). Æði margt virðist benda tii þess, að hann sé sá hinn sami, er nú er í Vídalínssafni2) og áður var í Fagranesskirkju; þar áður er sagt að hann hafi verið í bænhúsinu að Gröf á Höfðaströnd. Hann mun vera gerður eftir fyrirsögn Gfuðbrandar biskups, en ekki smíðaður né útskorinn af honum, enda eru engar gamlar sagnir um það, aðeins nýlegar getgátur. Mynd Guðbrandar biskups er á honum (— Markús guðspjm. skorinn út í líkingu við Guðbrand —), og upphafsstafir hans (G. T.) og ártalið 1694, sem bendir til að hann hafi einmitt verið smíðaður i kirkjuna, sem Guðbrandur lét þá reisa á Hólum. í Árb. ’88—92, bls. 103—107 eru afskriftir af áleti'ununum á legsteinunum í Hólakirkju; þar er og getið um stærð steinanna, en að öðru leyti er engin lýsing þar á þeim að kalla. Stærð þeirra verður ekki ákveðin nú með nákvæmni, þar eð múrað hefir verið innyfir brúnir þeirra að meira eða minna leyti er múrgólfið var gert i kórinn þegar kirkjunni var breytt 1886, og er það illa farið. Af- skriftirnar í Árb. ’88—92 eru fremur ónákvæmar, einkum að því er stafsetningu snertir, sumstaðar rangt lesið og sumstaðar vantar orð í. Úti í kirkjugarðinum er ekki aðeins einn legsteinn yfir biskupi, steinninn yfir Árna biskupi Þórarinssyni; þar er og iegsteinn yfir Sigurði biskupi Stefánssyni, stór og veglegur, með íslenzkri áletrun i bundnu máli. Gamlir legsteinar sjást engir í kirkjugarðinum; nokkrir eru þar nú, sem letrið er af, þeir eru úr mógrjóti úr Hólabyrðu, — en ekki munu þeir gamlir. Þegar gjört var við Hólakirkju árið 1886 voru bekkir allir, milligerðin milli kórs og framkirkju, umbúnaður um stúkur og annað gamalt og upprunalegt tréverk innan kirkju rifið úr henni. Bekkir voru settir nýir i hana, stúkur engar gerðar né milligerð. Skírnar- fonturinn, sem áður var við norðurvegg, gegnt frúardyrum, var sett- ur í miðjan kór. Af dágóðri mynd í ferðabók Gaimards, og af lýs- ^1) Æfisaga Jóns Þorkelssonar skólameistara, L, bls. 199 (sbr. og 205). a) Shr. Árb. ’08, bls. 57. 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.