Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Qupperneq 72
Skýrsla
um viðbót við Forngripasafnið og þau söfn, er þvi
eru sameinuð, árið 1909.
[Tölumerki hlutanna, dagsetning við móttöku þeirra og nöfn þeirra manna,
er þá hafa gefið suma, eru prentuð framan við].
5665. 5/i
5666. 5/i
5667. 14/i
5668. 15/j
5669. 19/2
5670. 19/2
5671. V3
Forngripasafnið.
Skautkragi og treyjuborðar með silfurbaldýringu, af
gamla búningnum, en heflr verið fest saman og haft á
skauttreyju með nýja laginu; vandað verk.
Skauttreyju-borði og -uppslög með gyltri silfurbaldýr-
ingu, af nýrri búningnum, með fallegu verki og mikið
í borið.
Rúmfjöl útskorin. í hring á miðju er i h s samandregið
og í hringum út við endana eru blóm, en milli hring-
anna er hið alkunna vers: »Vertu yfir (á þessari fjöl
stendur »under«) og alt um kring« o. s. frv., útskorið
með höfðaleturs- og villileturs-blendingi; aftan á er
með latínuletri »anno 1736« og nokkrir villiletursstafir.
Austan úr Hvolhreppi.
Silfurstaup all-vítt með grefti á stétt, stimplað S Th
1825. Úr eigu Jóns Jónssonar, Lambeyri í Tálknafirði.
Guðm. Ólafsson, Lundum í Borgarfirði: Hringja úr
bronzi, ekki heil og er þornlaus; sexhyrningur í miðju
og hafa verið sex bogar umhverfis með fornu munka-
letri. Af bogunum er einn eftir heill og tveir hálfir;
á þeim heila stendur »mafer«. Fundin í moldarflagi á
Lundum.
Sami: Hnappar tveir úr bronzi, kræktir saman með
krók, einskonar nisti. Fundnir sama staðar.
Beizlisstengur úr járni og kopar, með einkennilegu lagi
og verki. Úr Skagafjarðardölum. — Munu vera út-
lendar að uppruna.