Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Qupperneq 93
93
33. 3/i2 Sami: Indiánaskór (moccasins) úr brúnu skinni, perlu-
saumaðir á ristinni og skrautlegir.
34. — Sami: Indíánaskór úr hvítu skinni, skrautlausir1.
1892.
35. 12/6 Tryggvi Gunnarsson: Lítil eftirmynd af grænlenzkum
húðkeip (kaiak), með öllum áhöldum.
1908.
36. 10/7 Forstöðumaður safnsins: Færeysk karlmannshúfa ofin,
með rauðum og svörtum röndum, keypt í Þórshöfn sumarið
1906.
37. — Sami: Færeyskir karlmannsskór, gerðir í Þórshöfn sum-
arið 1906.
1909.
38. 20/i Guðmundur Björnsson landlæknir: Grænlenzkur selabátur
(kaiak) nýlegur; kom hingað til Reykjavíkur frá Græn-
landi á dönsku kaupfari sumarið 1907. Fylgir ár og
stakkur.
Fiskessafn.
Á þessu ári (1909) voru forstöðumanni safnanna afhentir
gripir þeir er prófessor Willard Fiske hafði ánafnað Forngripasafn-
inu eftir sinn dag og sendir höfðu verið hingað til Revkjavíkur
skömmu eftir andlát hans. Þareð engir af gripum þessum eru ís-
lenzkir, hafa þeir allir verið taldir til sérstaks safns út af fyrir sig,
er nefnist eftir gefandanum. Flestir gripirnir eru egipzkir og fornir.
Margir eru þeir, einkum málverkin, mjög mikils virði, og safn þetta
alt í heild sinni einkar vegleg gjöf, er vel ber að varðveita og prýði-
legar en nú er kostur á um sinn, jafnframt til minningar um þenn-
an göfuga velgjörðamann þjóðar vorrar. — Gripirnir eru þessir:
Sex plötur með myndum og myndaletri á, steyptar úr gipsi og gjörðar
eftir fornegipzkum plötum. Sendar Forngripasafninu fyrir all-
mörgum árum af próf. W. Fiske og teljast því til þessa safns.
Fjögur »papýrs«-blöð með grísku letri.
Trétaíla allstór, bogadregin að ofan, með myndum og myndaletri
máluðu á.
*) Sami maður gaf og nokkra steinaldargripi frá Ameríku, en þeir teljast til
Steinaldarsafnsins,