Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1910, Síða 95
95
í>rir lampar úr rauðleitum leir, einn þeirra fyrir tyo kveiki, en
hinir tveir einkveikjaðir.
Vatnsker úr rauðleitum leir grófum, hnöttótt, með víðu opi, mjög
sprungið.
Litil flaska niðurmjó úr rauðleitum leir, grófum.
Leirstykki kringlótt, flatt að ofan og myndaletur á fletinum.
Lítil flaska («vasi«) úr dökkleitum leir með einkennilegu, grófu verki.
Lítil kanna úr sams konar leir og með svipuðu verki.
Lítil krukka úr alabastri.
Tvær litlar flöskur úr alabastri, önnur belgmynduð, mjög brotin.
Lítill sívalur hlutur úr leir með blágrænum lit að utan (verndar-
gripur?).
Ferskeytt plata úr leir með bláum glerungi að utan og gagDskornu
verki (verndargripur?).
Skarabe með útþöndum vængjum, úr leir með bláum glerungi.
Tvær litlar sitjandi goðamyndir og fjórar standandi, úr leir með
bláum og grænum gierungi.
Fiöskumynd og trémynd úr leir með blágráum glerungi. — Þessir
níu gripir munu allir vera forn-egipzkir verndargripir.
Tvö steinasörvi, fremur grófgerð, perlurnar úr leiri, gleri og steinum.
Steinasörvi með mjóum tölum, sívalningum (pípum) og perlum, blátt.
Tvö steinasörvi úr fíngerðum festum, sem á eru perlur, gerðar úr
gleri, steinum og gulli.
Kinga úr steini, brúnleitum, vel skygðum.
Hálsband, armband, lokkar og næla, alt úr gulli og smelt með marg-
litum glerungi; að utan eru mótaðar ýmsar myndir, en að innan
grafnar, alt í forn-egipzkum stíl. — Gripir þessir heyra saman
og eru settir fornum skarabeum, samtals 16.
Sex hnýtisprjónar með fornum, líkum skarabeum úr leir, steini og
gulli, greyptum í gullumgjarðir.
Þessir gripir allir, nær undantekningarlaust, virðast vera
egipzkir og fornir eða gerðir í líkingu við forngripi.
Skál, stór, úr messing með gröfnu verki alt um kring að utan og gagn-
skornu uppi við barmana; þunnar silfurræmur festar á að utan.
Diskur (bakki) úr messing aldrifin með ýmsum myndum og arabisku(?)
letri, gamallegur.
Messingarbolli, allur grafinn dýramyndum og arabisku(?) letri að
utan, með stút, loki og löngu koparskafti, sem sett hefir verið
á síðar.