Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1923, Blaðsíða 36
36
Hvitdrbakki {BákTcdkot). Sá Bakki í Bcrgarfirði, er getur um
í Grettissögu, hefur líklega verið sama jörðin, er síðar var kölluð
Hvítárbakki eða Bakkakot, þótt bærinn haíi eflaust verið færður
síðan.
Varmalœkur. Svo i A. M. og Johnsen.
Mölustaðir (Maulustaðir). Afskriptin af A. M. í Lbs. hefur
Maulastaðir, en Finnur Jónsson segir (Safn IV.), að frumritið hafl
Maulu-. Jb. 1696 og Johnsen hafa Mölu-, en Johnsen getur og um
Maulu-. Eptir rithætti A. M. getur Maulu- verið sama sem Mölu-,
og svo mun bærinn optast hafa verið nefndur, áður en Múlastaðir
komu til sögunnar (sbr. 1861), en sú afbökun mun að eins hafa
verið misheppnuð leiðréttingartilraun. »Maull« er viðurnefni gamalt,
(þ. e. sá er veltir matnum í munni sér lengi og laumulega), og
hefði þá eins getað verið til »mauli« eða »maula«. Einnig gæti
Maulu- verið forniegur framburður fyrir Meylu-, en »meyla« er al-
kunnugt viðurnefni frá Noregi um smávaxinn mann og smáleitan.
Mun því réttast að setja Mölustaði og Maulustaði sem hliðstæð nöfn,
en fella Múlastaði alveg niður.
Skorradalshreppur.
Digranes (Dagverðarnes). Digranes er jörðin kölluð í Fbrs. IV. og
VII., Fitjavisitazíu Br. Sv. 1639, Jb. 1696 og A. M., er segir þó, að
sumir nefni Dagverðarnes, og avo er hún nefnd í Johnsen og 1861 og
þar í sveitinni nú. Það nafn gæti því haldizt, sem háifógilt aukanafn,
því að enginn vafi er á þvi, að Digranes er rétta og upphaflega
nafnið. Hér ber að alveg sama brunni og um Digranes í Seltjarnar-
nesbreppi, er sumir hafa haldið, að héti Dagverðarnes, eða Dög-
urðarnes, en fyrir þvi er engin heimild.
Mófeldsstaðir. Visitazía Br. Sv. á Hvanneyri 1642, Jb. 1696
A. M. og fleiri heiroildir nefna Mófellsstaði, sem getur ekki verið
rétt. Hið rétta nafn jarðarinnar mun Mófeldsstaðir (af viðurnefni
mófeldur) og styðst þetta við það, að í vitnisburðum frá 1655 (í
Br.bók Br. Sv.) kemur tvisvar fyrir myndin Mófellz8taðir og einu-
sinni Mófelldzstaðir, og í öðrum vitnisburði frá 1659 (s st.) beinlínis
Mófelldsstaðir, svo að það virðist lítill vafi á, að þettasé hið uppruna-
lega heiti jarðarinnar, þótt ritháttuiinn Mófellsstaðir komi fyrir í
nokkrum heimildum þegar á 17. öld, og auðvitað jafnan síðan.
Lundar-Reykjadalshreppur.
Gilstreymi [GilsþrömurJ. A. M., Johnsen og 1861 hafa Gilstreymi.
Bærinn stendur á háum gilsbarmi, og má telja víst, að hann hafi í